Peningamál - 01.11.2000, Side 73

Peningamál - 01.11.2000, Side 73
bil og umtalsvert meira en undanfarin tvö ár. Þá er eftirtektarvert að hagvöxtur eykst í öllum heimsálf- um. Hann er áfram mikill í Bandaríkjunum, vaxandi í Evrópu og Asíu og í Rómönsku-Ameríku verður drjúgur hagvöxtur í ár eftir slakt ár í fyrra. Í Afríku eykst hagvöxtur og í löndum sem hristu af sér hlekki miðstýringar fyrir nokkrum árum verður góður hag- vöxtur í ár. Verðbólga hefur einnig vaxið nokkuð. Við þessi skilyrði hafa seðlabankar víða um heim hækkað vexti. Nefna má t.d. að bandaríski seðla- bankinn hefur hækkað vexti sína um 1,75 prósentu- stig frá miðju síðasta ári og Seðlabanki Evrópu um 2,25 prósentustig frá því síðla árs 1999 þar til snemma í október. Undirliggjandi verðbólga er enn tiltölulega lítil í iðnríkjunum en nokkurra verðbólgu- áhrifa er tekið að gæta frá hækkun olíuverðs. Sjóðurinn segir að þrennt hafi einkum haft áhrif á framvinduna á fjármagnsmörkuðum síðastliðið ár. Í fyrsta lagi er sú útbreidda skoðun að á megingjald- miðilssvæðunum væru ávöxtunarmöguleikar bestir í Bandaríkjunum að teknu tilliti til áhættu, í öðru lagi óvissa um styrk uppsveiflunnar í Evrópu og í þriðja lagi mjög ótryggur efnahagsbati í Japan. Sjóðurinn telur ekki að þetta þrennt útskýri að fullu gjaldeyris- strauma á milli gjaldmiðilssvæðanna eða breytingar eignaverðs en hafi engu að síður haft töluvert að segja. Heildarmynd af heimsbúskapnum er því fremur áferðarfalleg. Hins vegar leynast ýmsar hættur í henni. Í fyrsta lagi gætir enn ójafnvægis á ýmsum sviðum. Nefna má ójafnan hagvöxt á þremur helstu gjaldmiðilssvæðunum, ójafnvægi á viðskiptajöfnuði, þ.e. gríðarmikinn halla í Bandaríkjunum, afgang í Japan og ýmsum öðrum iðnríkjum, ójafnvægi í gengismálum í þeim skilningi að gengi mikilvægra gjaldmiðla er ekki í samræmi við grundvallarefna- hagsskilyrði; sérstaklega virðist gengi evrunnar gagnvart Bandaríkjadal úr samhengi við efnahags- legar forsendur. Í ljósi mikils viðskiptahalla Banda- ríkjanna má draga í efa að gengi dals haldist til lengdar jafnhátt og nú. Að síðustu má nefna mjög hátt verð hlutabréfa í ýmsum löndum, ekki síst í Bandaríkjunum, en það hefur þó lækkað nokkuð að undanförnu. Í öðru lagi hefur olíuverð hækkað meira en nokk- ur sá fyrir, bæði vegna framboðstakmarkana og mikillar eftirspurnar. Haldist olíuverð mjög hátt mun það leiða til minni hagvaxtar og aukinnar verðbólgu. Einkum verða afleiðingarnar afdrifaríkar fyrir fátæk olíuinnflutningsríki. Á fundunum í Prag var talið brýnt að draga úr sveiflum í olíuverði og að það lækkaði frá því sem það var þá. Því má bæta við að ýmsar fleiri ástæður kunna að vera fyrir háu olíuverði en framleiðslutakmarkanir OPEC. Eftirspurn hefur verið mikil, olíubirgðir í lág- marki, framleiðslugeta OPEC-ríkja og annarra olíu- framleiðsluríkja mun vera nánast fullnýtt og afkasta- geta olíuhreinsistöðva takmörkuð. Að sjálfsögðu greinir menn á um hve mikið olíuverð geti lækkað frá því sem það er nú. Til eru þeir sem halda því fram að það muni lækka á ný undir 20 dali fatið. Aðrir minna á að fyrir tilstilli Sádi-Araba hafi olíverð verið stöð- ugt um nokkurra ára skeið á bilinu frá 16 til 22 dala fatið, og að það þurfi að verða hærra til þess að tryggja næga fjárfestingu í olíuvinnslu. Hugsanlegt væri að nýtt verðbil yrði 22 til 28 dalir þegar til lengri tíma er litið. Vegna þess að birgðir eru með minnsta móti, flöskuhálsa gætir í olíuvinnslu og taugaveikl- unar á markaðnum sé líklegt að verð muni sveiflast nokkuð fyrst í stað og jafnvel verða enn hærra á komandi mánuðum. Enda þótt þeirri ákvörðun bandarískra stjórnvalda að nota hluta af öryggis- birgðum sínum til þess að hafa áhrif á olíumarkaðinn væri opinberlega vel tekið heyrðist einnig að öðru fremur væri um sýndargerning að ræða sem aðeins gæti haft áhrif í skamman tíma. Magnið væri svo lítið auk þess sem viðbrögð OPEC við slíkri aðgerð kynnu að verða neikvæð. Hún kynni að tefja fyrir frekari framleiðsluaukningu eða jafnvel leiða til sam- dráttar í framleiðslunni. Umfram allt var lögð áhersla 72 PENINGAMÁL 2000/4 Hækkun neysluverðs í % Mynd 2 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 0 1 2 3 4 5 6 -1 % Bandaríkin Japan EMU Bretland Ísland Verðbólga
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.