Peningamál - 01.11.2011, Side 8

Peningamál - 01.11.2011, Side 8
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 8 spáð 2,3% hagvexti, sem er um 1½ prósentu minni vöxtur en spáð var í ágúst. Eins og rakið er hér að framan helgast þetta einkum af breyttum forsendum fyrir fjárfestingu í orkufrekum iðnaði. Ágætur vöxtur innlendrar eftirspurnar árið 2014 styður síðan við 2,6% hag- vöxt það árið. Miðað við grunnspána var árstíðarleiðrétt landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi um 6½% minni en þegar hún varð mest fyrir fjár- málakreppuna. Þegar hún náði lágmarki eftir fjármálakreppuna var hún hins vegar um 11½% undir þessu hámarki. Eins og sjá má á mynd I-10 er það einn mesti samdráttur sem varð meðal iðnríkja. Lengd samdráttarskeiðsins er hins vegar svipuð og í öðrum iðnríkjum eða hátt í tvö ár. Grunnspáin gerir ráð fyrir því að við lok spátímans verði landsframleiðslan búin að endurheimta fyrra stig. Landsframleiðslan á þó töluvert í land að ná því stigi sem hún hefði náð hefði hún haldið áfram að aukast í takt við langtímaleitnivöxt sinn fyrir kreppuna. Í þessu sambandi þarf þó að hafa í huga að framleiðslustigið í aðdrag- anda kreppunnar var komið töluvert fram úr því sem talist getur sjálfbært. Hluti framleiðslutapsins endurspeglar því óhjákvæmilega aðlögun þjóðarbúsins eftir ofþenslu áranna fram að kreppunni.2 Í kafla IV er að finna nánari umfjöllun um hagvaxtarþróun og -horfur. Kröftugri vöxtur atvinnu á þriðja ársfjórðungi en spáð var í ágúst Leiðrétt fyrir árstíðarsveiflu mældist atvinnuleysi 7,3% á þriðja ársfjórð- ungi og hafði minnkað lítillega frá fyrri fjórðungi. Vinnumarkaðskönnun Hagstofunnar gefur jafnframt til kynna talsvert kröftugan vöxt atvinnu á þriðja ársfjórðungi eða 3,3% milli ára. Þetta er meiri vöxtur en spáð hafði verið í ágúst en þá var talið að atvinna myndi aukast um 1,6% frá fyrra ári. Horfur á vinnumarkaði fyrir næstu ár breytast þó lítið frá því sem spáð var í ágúst og gert er ráð fyrir áframhaldandi hægri fjölgun starfa og hjöðnun atvinnuleysis. Spáð er að atvinnuleysi verði rétt yfir 6% meginhluta næsta árs og að það verði komið í um 5% á seinni hluta spátímans sem er lítillega meira atvinnuleysi en spáð var í ágúst, enda vöxtur launakostnaðar heldur meiri á seinni hluta spá- tímans. Nánari umfjöllun um vinnumarkaðinn er að finna í kafla VI. Framleiðsluslakinn minni en áður var spáð Nú er talið að heldur meira af framleiðslugetu þjóðarbúsins hafi tapast í kjölfar fjármálakreppunnar en talið var í ágúst. Slakinn á síðasta ári og það sem af er þessu ári er því metinn minni en áður þrátt fyrir lægra framleiðslustig samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofunnar. Eins og áður er þó talið að slakinn hafi náð hámarki um mitt síðasta ár. Hann verður jafnframt nokkru minni fram á seinni hluta ársins 2013 en spáð var í ágúst. Full nýting framleiðsluþátta næst síðan á fyrri hluta árs 2014, sem er svipað og spáð var í ágúst. Nánari umfjöllun um fram- leiðslugetu og -slaka er að finna í kafla IV og rammagrein IV-1. 2. Í þessu samhengi má t.d. nefna að í spám Seðlabankans frá ársbyrjun 2007, þegar bankinn hóf fyrst að birta spár fyrir árið 2009, var gert ráð fyrir um 1-2% samdrætti landsfram- leiðslu árið 2009. Frá ársbyrjun 2008 var síðan einnig gert ráð fyrir samdrætti árið 2010, og var samdráttur áranna 2009-10 talinn verða samtals um 4%. Strax í lok árs 2008, þegar fjármálakreppan skall á, var þetta endurskoðað í samtals um 10% samdrátt sem er í ágætu samræmi við það sem raunin varð. Sjá nánar í viðauka 2. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-8 Hagvöxtur - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010200920082007 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-9 Verg landsframleiðsla 1. ársfj. 2006 - 4. ársfj. 20141 Ma.kr. á verðlagi ársins 2000 Árstíðarleiðrétt VLF 210 215 220 225 230 235 240 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 Tölurnar í súlunum sýna tímasetningu há- og lágpunkts VLF í hverju ríki fyrir sig. Heimildir: Eurostat, Hagstofa Íslands, Hagstofa Noregs, Macrobond, Seðlabanki Íslands. Mynd I-10 Töpuð landsframleiðsla í fjármálakreppunni í ýmsum iðnríkjum Lækkun VLF frá hátoppi 2007-2008 til lágpunkts 2008-2011 (%) 0 2 4 6 8 10 12 14 Noregur Portúgal Kanada Frakkland Bandaríkin Spánn Þýskaland Bretland Svíþjóð Danmörk Finnland Grikkland Ísland Írland 4. ársfj. ‘07/4. ársfj. ’10 2. ársfj. ‘08/1. ársfj. ’10 3. ársfj. ‘08/4. ársfj. ’10 2. ársfj. ‘08/4. ársfj. ’09 4. ársfj. ‘07/3. ársfj. ’09 4. ársfj. ‘07/3. ársfj. ’09 1. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09 1. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09 2. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09 4. ársfj. ‘07/3. ársfj. ’09 1. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09 3. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09 1. ársfj. ‘08/4. ársfj. ’09 2. ársfj. ‘08/3. ársfj. ’09

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.