Peningamál - 01.11.2011, Side 9

Peningamál - 01.11.2011, Side 9
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 9 Gert ráð fyrir að verðbólga nái hámarki í byrjun næsta árs Verðbólga á þriðja fjórðungi ársins reyndist 5,3%, sem er 0,3 pró- sentum minni verðbólga en spáð var í Peningamálum í ágúst. Líklega má rekja hagstæðari verðbólguþróun í haust til þess að hrávöru- og bensínverð lækkaði meira en spáð var og gengi krónunnar var heldur sterkara. Áhrif af launahækkunum voru jafnframt heldur minni þar sem þær komu seinna fram en áætlað var. Áfram er þó gert ráð fyrir að verðbólga aukist og nái hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs í 6%. Samkvæmt spánni hjaðnar verðbólga nokkuð hratt þegar áhrif tímabundinna kostnaðarþátta dvína. Gert er ráð fyrir að hún verði komin í um 3% á seinni hluta næsta árs og í verðbólgumarkmiðið í lok árs 2013. Verðbólguhorfur út næsta ár hafa því heldur batnað frá því í ágúst. Hagstæðari verðbólguhorfur það sem eftir lifir af árinu má rekja til áhrifa minni verðbólgu við upphaf spátímans, sterkara gengis krónunnar og heldur minni launahækkana en gert var ráð fyrir í ágúst. Á næsta ári koma áhrif sterkara gengis krónunnar og minni innfluttrar verðbólgu en búist var við í ágúst hins vegar sterkar fram en áhrif minni slaka í þjóðarbúskapnum og meiri launahækkana vega léttar á vogarskálunum. Verðbólguhorfur næstu missera hafa því skánað, þótt verðbólga verði um tíma mikil og nokkuð yfir markmiði. Eins og verðbólgan sjálf hafa verðbólguvæntingar einnig hækkað eftir því sem liðið hefur á árið og eru þær enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiðinu. Nánar er fjallað um alþjóðlega verðlagsþróun í kafla II og um þróun innlendrar verðbólgu og verðbólguvæntinga í kafla VIII. Helstu óvissuþættir og fráviksdæmi Grunnspáin endurspeglar mat á líklegustu framvindu efnahagsmála næstu þrjú árin. Hún byggist á spám og forsendum fyrir þróun ytra umhverfis íslensks þjóðarbúskapar og áhrif þeirrar þróunar á hann. Spáin byggist einnig á mati á virkni einstakra markaða og því hvernig peningastefnan miðlast út í efnahagslífið. Um alla þessa þætti ríkir mikil óvissa, m.a. vegna þess að umfang fjármálakreppunnar á sér fá fordæmi. Horfur um þróun efnahagsmála, hvort sem er innan- lands eða alþjóðlega, gætu því hæglega breyst frá því sem gert er ráð fyrir í grunnspánni. Hér á eftir eru taldir upp helstu óvissuþættirnir í grunnspánni. Tveimur mikilvægum óvissuþáttum eru jafnframt gerð skil með fráviksdæmum. Þau gefa nánari mynd af áhrifum mikilvægra forsendna í grunnspánni á efnahagshorfur og samspili frávika og peningastefnunnar. Blikur á lofti í alþjóðlegum efnahagsmálum Í grunnspánni er gert ráð fyrir að nokkuð hægi á alþjóðlegum hag- vexti og vexti alþjóðaviðskipta á þessu og næsta ári þótt ekki komi beinlínis til nýs efnahagssamdráttar í helstu iðnríkjum. Jafnframt er búist við að alþjóðlegt olíu- og hrávöruverð hafi nokkurn veginn náð lágmarki en að það hækki smám saman á ný með auknum alþjóð- legum efnahagsumsvifum. Miðað við þessar forsendur verða áhrifin á útflutning Íslendinga tiltölulega lítil. Áhrifin á þróun viðskiptakjara eru þó meiri. Á heildina litið eru líkur á að þróun alþjóðlegra efnahags- mála verði fremur til að bæta viðskiptakjörin þar sem lækkun olíu- og Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd I-11 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2011/3 Árstíðarleiðrétt, % af mannafla PM 2011/4 PM 2011/3 0 1 2 3 4 5 6 7 8 9 20142013201220112010200920082007 Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd I-12 Atvinna - samanburður við PM 2011/3 Breyting frá fyrra ári (%) PM 2011/4 PM 2011/3 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 20142013201220112010200920082007 Heimild: Seðlabanki Íslands. Mynd I-13 Framleiðsluspenna - samanburður við PM 2011/3 % af framleiðslugetu PM 2011/4 PM 2011/3 -6 -5 -4 -3 -2 -1 0 1 2 3 4 20142013201220112010200920082007

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.