Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 12

Peningamál - 01.11.2011, Blaðsíða 12
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 12 áhættuþóknun og því jafnan viðkvæm fyrir auknum óróleika á alþjóð- legum fjármálamörkuðum, jafnvel þótt hún sé í vari gjaldeyrishafta eins og nú er. Áformað er að losa gjaldeyrishöftin á spátímanum og því gætu fylgt einhverjar gengissveiflur. Óvissa er um tímasetningar og aðstæður þegar gjaldeyrishöftin verða afnumin og því afar erfitt að taka mikið tillit til þessa í grunnspánni. Innlend fyrirtæki hafa einnig verið að greiða niður erlendar skuldir upp á síðkastið og gæti það skapað meiri skammtímaþrýsting á gengi krónunnar en áætlað er í grunnspánni, a.m.k. meðan aðgangur innlendra banka og fyrirtækja að erlendu lánsfé er mjög takmarkaður. Samkvæmt grunnspánni mun raungengið hækka smám saman á næstu árum, enda er það nú mjög lágt í sögulegu samhengi og líklega undir langtímajafnvægisgildi sínu. Mjög erfitt er hins vegar að meta hvert jafnvægisraungengið er og hversu hröð aðlögunin að því verður. Ekki er útilokað að aðlögunin taki styttri tíma, t.d. ef til kæmu stór fjárfestingarverkefni sem hefðu í för með sér töluvert innflæði á gjaldeyri umfram forsendur grunnspár. Ekki er heldur útilokað að jafnvægisraungengið sé í raun lægra en grunnspáin gerir ráð fyrir, enda erlend skuldsetning þjóðarbúsins mikil. Því gæti gengi krónunnar haldist lægra til lengri tíma en gert er ráð fyrir í grunnspánni. Hversu mikill er slakinn í þjóðarbúskapnum? Í grunnspánni er gert ráð fyrir að áframhaldandi slaki í þjóðar- búskapnum og vaxandi framleiðni muni hjálpa til við að halda verð- bólgu í skefjum og sjá til þess að hún leiti aftur í markmið þegar áhrif tímabundinna kostnaðarþátta fara smám saman að dvína. Mikil óvissa er hins vegar um hversu sterk þessi áhrif eru og um hvenær verðbólga tekur að hjaðna á ný. Eins og rakið er í rammagrein IV-1, er talið að hluti af framleiðslugetu þjóðarbúsins hafi tapast í kjölfar fjármálakreppunnar. Ekki er útilokað að tapið sé vanmetið og slakinn í þjóðarbúskapnum sé ofmetinn sem því nemur. Það gæti t.d. þýtt að núverandi atvinnuleysisstig dygði ekki til að halda aftur af óhóflegum launakröfum þar sem jafnvægisatvinnuleysi hafi aukist meira en áætlað er í grunnspánni. Undirliggjandi verðbólguþrýst- ingur gæti því verið vanmetinn, en hann gæti einnig verið ofmetinn. Samkvæmt grunnspánni jókst framleiðslugeta þjóðarbúsins fyrst á ný um mitt árið. Þetta er óvenjulöng aðlögun í alþjóðlegu sam- hengi. Ekki er útilokað að samdrátturinn hafi verið minni og batinn hafist fyrr. Slakinn í þjóðarbúskapnum gæti því verið meiri en talið er í grunnspánni og þjóðarbúið gæti þá vaxið hraðar án þess að aukinn verðbólguþrýstingur hljótist af. Verðbólga gæti orðið þrálátari en spáð er Samkvæmt grunnspánni mun verðbólga ná hámarki á fyrsta fjórðungi næsta árs en síðan hjaðna smám saman og verður hún komin í mark- mið á seinni hluta ársins 2013. Spáin byggist á fjölda forsendna sem hver um sig er háð töluverðri óvissu. Eins og að framan greinir má rök- styðja mismunandi sjónarmið um mat á slakanum í þjóðarbúskapnum og horfur um þróun gengis krónunnar. Að sama skapi er mikil óvissa um þróun innfluttrar verðbólgu. Samkvæmt spánni eru lækkanir hrá- vöru- og olíuverðs að mestu komnar fram. Þróun næstu missera mun
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94

x

Peningamál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.