Peningamál - 01.11.2011, Page 18

Peningamál - 01.11.2011, Page 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 18 við afleiðingar kreppunnar er því mun meiri heldur en til að mynda í Suður-Evrópu en hátt innlent kostnaðarstig þar veldur því að erfiðara er að nota aukinn hagvöxt til þess að koma opinberum skuldum á sjálfbært stig. Raungengi krónunnar lækkaði jafnt og þétt á fyrri hluta ársins en virðist hafa náð lágmarki, a.m.k. í bili, nú í sumar og hefur hækkað lítil- lega frá útgáfu síðustu Peningamála. Miðað við hlutfallslegt verðlag er það þó enn um 21% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára og rúmlega 22% lægra sé miðað við hlutfallslegan launakostnað. Gert er ráð fyrir að raungengið miðað við hlutfallslegt verðlag hækki lítillega í ár og á næsta ári. Miklar launahækkanir í nýlegum kjarasamn- ingum valda því hins vegar að raungengi miðað við launakostnað á framleidda einingu mun líklega hækka meira. Engu að síður er gert ráð fyrir að raungengi á hvorn mælikvarðann sem er haldist lágt í sögulegu samhengi út spátímann og styðji því áfram við útflutning. Alþjóðaviðskipti enn að aukast þrátt fyrir að hægt hafi á alþjóðahagvexti Alþjóðaviðskipti jukust verulega í byrjun árs og héldu áfram að vera einn megindrifkraftur alþjóðlegs hagvaxtar. Þó er útlit fyrir að það muni hægja á vextinum í ljósi verri hagvaxtarhorfa meðal helstu iðnríkja. Nýjasta spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um alþjóðaviðskipti er þó svipuð og hún var í júní. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti, þótt hann verði nokkru minni en undanfarið ár. Í spánni sem hér er birt er gert ráð fyrir að innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands aukist um tæplega 5% á þessu ári, sem er aðeins lægra en í ágústspánni. Þrátt fyrir horfur um minni hagvöxt í heiminum er gert ráð fyrir að innflutn- ingur helstu viðskiptalanda haldi áfram að vaxa og aukist um 3-4% á ári á næstu tveimur árum, sem er þó nokkru minna en spáð var í ágúst. Þrátt fyrir að hægi bæði á vexti alþjóðaviðskipta og innflutnings í helstu viðskiptalöndum Íslands þarf það ekki að hafa mikil áhrif á útflutning Íslands í bráð. Meginhluti útflutnings Íslands eru ál- og sjávarafurðir og ræðst útflutningsmagn af áli mest af framleiðslugetu en sjávarafurða af úthlutun aflaheimilda. Þegar verulega dró úr alþjóðaviðskiptum í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 hafði það lítil áhrif á magn útflutnings frá Íslandi. Þar sem þessar afurðir vega um 80% í vöruútflutningi Íslendinga, verða tengsl útflutnings héðan við alþjóðlega hagsveiflu mun veikari en ella. Verði hins vegar langvarandi og djúpur samdráttur í helstu viðskiptalöndum Íslands er óhjákvæmilegt að útflutningur vaxi hægar á næstu árum en áður var spáð, einkum þjónustuútflutningur. Útflutningshorfur svipaðar Gert er ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða aukist um 1% að magni til á þessu ári og að útflutningur áls verði svipaður og í fyrra, sem eru sömu forsendur og í síðustu spá Peningamála. Þessar tvær greinar vega um 80% í vöruútflutningi Íslands en það sem eftir stendur er að stórum hluta annar iðnaðarútflutningur. Samanlagt er gert ráð fyrir að annar vöruútflutningur, þar með talinn útflutningur annarrar iðnaðar- vöru en áls, muni aukast um 10% á þessu ári, sem er lítilsháttar minni vöxtur en spáð var í ágúst. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-10 Raungengi 1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2011 Hlutfallslegur launakostnaður Hlutfallslegt neysluverð 50 60 70 80 90 100 110 120 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. 2. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2000 = 100 Mynd II-11 Alþjóðaviðskipti og íslenskur útflutningur 2000-20141 Útflutningur Íslands Helstu viðskiptalönd Íslands2 80 100 120 140 160 180 200 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-12 Þróun útflutnings (án flugvéla- og skipa- viðskipta) og framlag undirliða hans 2000-20141 Útflutningur vöru (án flugvéla- og skipaviðskipta) og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Annar vöruútflutningur (án flugvéla- og skipaviðskipta) ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘06 ‘07 ‘08‘05‘04‘03‘02‘01‘00 -10 -5 0 5 10 15

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.