Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 18

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 18
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 18 við afleiðingar kreppunnar er því mun meiri heldur en til að mynda í Suður-Evrópu en hátt innlent kostnaðarstig þar veldur því að erfiðara er að nota aukinn hagvöxt til þess að koma opinberum skuldum á sjálfbært stig. Raungengi krónunnar lækkaði jafnt og þétt á fyrri hluta ársins en virðist hafa náð lágmarki, a.m.k. í bili, nú í sumar og hefur hækkað lítil- lega frá útgáfu síðustu Peningamála. Miðað við hlutfallslegt verðlag er það þó enn um 21% lægra en meðalraungengi undanfarinna þrjátíu ára og rúmlega 22% lægra sé miðað við hlutfallslegan launakostnað. Gert er ráð fyrir að raungengið miðað við hlutfallslegt verðlag hækki lítillega í ár og á næsta ári. Miklar launahækkanir í nýlegum kjarasamn- ingum valda því hins vegar að raungengi miðað við launakostnað á framleidda einingu mun líklega hækka meira. Engu að síður er gert ráð fyrir að raungengi á hvorn mælikvarðann sem er haldist lágt í sögulegu samhengi út spátímann og styðji því áfram við útflutning. Alþjóðaviðskipti enn að aukast þrátt fyrir að hægt hafi á alþjóðahagvexti Alþjóðaviðskipti jukust verulega í byrjun árs og héldu áfram að vera einn megindrifkraftur alþjóðlegs hagvaxtar. Þó er útlit fyrir að það muni hægja á vextinum í ljósi verri hagvaxtarhorfa meðal helstu iðnríkja. Nýjasta spá Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um alþjóðaviðskipti er þó svipuð og hún var í júní. Gert er ráð fyrir áframhaldandi vexti, þótt hann verði nokkru minni en undanfarið ár. Í spánni sem hér er birt er gert ráð fyrir að innflutningur helstu viðskiptalanda Íslands aukist um tæplega 5% á þessu ári, sem er aðeins lægra en í ágústspánni. Þrátt fyrir horfur um minni hagvöxt í heiminum er gert ráð fyrir að innflutn- ingur helstu viðskiptalanda haldi áfram að vaxa og aukist um 3-4% á ári á næstu tveimur árum, sem er þó nokkru minna en spáð var í ágúst. Þrátt fyrir að hægi bæði á vexti alþjóðaviðskipta og innflutnings í helstu viðskiptalöndum Íslands þarf það ekki að hafa mikil áhrif á útflutning Íslands í bráð. Meginhluti útflutnings Íslands eru ál- og sjávarafurðir og ræðst útflutningsmagn af áli mest af framleiðslugetu en sjávarafurða af úthlutun aflaheimilda. Þegar verulega dró úr alþjóðaviðskiptum í kjölfar fjármálakreppunnar haustið 2008 hafði það lítil áhrif á magn útflutnings frá Íslandi. Þar sem þessar afurðir vega um 80% í vöruútflutningi Íslendinga, verða tengsl útflutnings héðan við alþjóðlega hagsveiflu mun veikari en ella. Verði hins vegar langvarandi og djúpur samdráttur í helstu viðskiptalöndum Íslands er óhjákvæmilegt að útflutningur vaxi hægar á næstu árum en áður var spáð, einkum þjónustuútflutningur. Útflutningshorfur svipaðar Gert er ráð fyrir að útflutningur sjávarafurða aukist um 1% að magni til á þessu ári og að útflutningur áls verði svipaður og í fyrra, sem eru sömu forsendur og í síðustu spá Peningamála. Þessar tvær greinar vega um 80% í vöruútflutningi Íslands en það sem eftir stendur er að stórum hluta annar iðnaðarútflutningur. Samanlagt er gert ráð fyrir að annar vöruútflutningur, þar með talinn útflutningur annarrar iðnaðar- vöru en áls, muni aukast um 10% á þessu ári, sem er lítilsháttar minni vöxtur en spáð var í ágúst. Heimild: Seðlabanki Íslands. Vísitala, meðaltal 2000 = 100 Mynd II-10 Raungengi 1. ársfj. 2000 - 3. ársfj. 2011 Hlutfallslegur launakostnaður Hlutfallslegt neysluverð 50 60 70 80 90 100 110 120 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. 2. Innflutningur vöru og þjónustu í helstu viðskiptalöndum Íslands. Heimildir: OECD, Seðlabanki Íslands. Vísitala, 2000 = 100 Mynd II-11 Alþjóðaviðskipti og íslenskur útflutningur 2000-20141 Útflutningur Íslands Helstu viðskiptalönd Íslands2 80 100 120 140 160 180 200 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd II-12 Þróun útflutnings (án flugvéla- og skipa- viðskipta) og framlag undirliða hans 2000-20141 Útflutningur vöru (án flugvéla- og skipaviðskipta) og þjónustu Sjávarafurðir Ál Þjónusta Annar vöruútflutningur (án flugvéla- og skipaviðskipta) ‘13 ‘14‘12‘11‘10‘09‘06 ‘07 ‘08‘05‘04‘03‘02‘01‘00 -10 -5 0 5 10 15
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.