Peningamál - 01.11.2011, Side 30

Peningamál - 01.11.2011, Side 30
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 30 þá lækkun að miklu leyti auk þess sem aðhaldsaðgerðir hins opinbera koma fram í auknum skattgreiðslum og raunsamdrætti tilfærslutekna. Mikil lækkun vaxtatekna vekur einnig athygli í því ljósi að vaxta- greiðslur lækka ekki með samsvarandi hætti. Að talsverðum hluta má ætla að lækkun innlánsvaxta skýri lækkun vaxtatekna enda lækkuðu vextir talsvert á síðasta ári, en fleira kemur til. Lækkunin skýrist að hluta af því að farið er með verðbótaþáttinn á innlánsreikningum eins og vaxtagreiðslur, þ.e.a.s. hann er aðeins talinn til tekna þegar hann kemur til greiðslu. Á hinn bóginn kemur verðbótaþáttur verðtryggðra lána á gjaldahliðinni ekki nema að hluta til greiðslu á sama tíma og hann fellur til, heldur dreifist yfir það sem eftir lifir af lánstímanum. Þegar miklar sveiflur eru í verðbólgu, líkt og þegar verðbólga hjaðnaði hratt árið 2010, getur þessi ólíka aðferðafræði við færslu verðbóta- þáttarins búið til umtalsvert misræmi í bókfærðum vaxtagjöldum og -tekjum. Því er líklegt að mikil hjöðnun verðbólgunnar á árinu 2010 hafi leitt til meiri lækkunar reiknaðra vaxtatekna en vaxtagjalda, vegna aðferðafræðinnar sem Hagstofan fylgir, en ef miðað væri við raunvaxtatekjur og -gjöld sem gæfi betri mynd af raunverulegri þróun ráðstöfunartekna. Með sama hætti og lækkun ráðstöfunartekna á síðasta ári er líklega ofmetin, má ætla að þessi aðferðafræði hafi valdið ofmati ráðstöfunartekna árið 2008 þegar verðbólga jókst hratt. Lækkun vaxtatekna skýrist einnig af því að innstæður heimila hjá innlánsstofnunum voru að meðaltali um 77 ma.kr. lægri árið 2010 en þær voru að jafnaði árið 2009 sem er um 10% lækkun. Á sama tíma jukust eignir verðbréfa- og fjárfestingarsjóða um rúma 67 ma.kr., einkum vegna aukinnar ríkisbréfaeignar. Líklegt er að þetta endur- spegli ásókn sparifjáreigenda í hærri ávöxtun, en ávöxtun ríkisbréfa var umtalsverð á meðan innlánsvextir lækkuðu mikið. Áhrif þessa á ráð- stöfunartekjur, eins og þær eru mældar af Hagstofunni, eru neikvæð þar sem ávöxtun fjármuna í slíkum sjóðum er ekki talin fyrr en hún er innleyst og getur því safnast upp yfir tíma án þess að koma fram í uppgjöri ráðstöfunartekna. Reglubundin útgreiðsla vaxtatekna af innlánsreikningum í innlánsstofnunum mælist hins vegar beint í ráð- stöfunartekjum. Mikil tilfærsla á milli þessara tveggja sparnaðarforma getur því lækkað mældar ráðstöfunartekjur heimila. Slík tilfærsla ætti ekki að hafa áhrif á neysluákvarðanir almennings. Í ljósi framan- greindra þátta er því skiljanlegt að áhrif þessa samdráttar í kaupmætti ráðstöfunartekna heimilanna í heild á einkaneyslu á árinu 2010 hafi ekki orðið meiri en fram kemur í tölum Hagstofunnar og spáin gerir ráð fyrir að áhrifin á spátímanum verði lítil. Áætlað er að kaupmáttur ráðstöfunartekna vaxi um 2,2% í ár en þar vega auknar atvinnutekjur þyngst. Síðar á spátímanum aukast atvinnutekjur áfram en samdráttur sérstakrar útgreiðslu viðbótar- lífeyrissparnaðar hefur neikvæð áhrif á ráðstöfunartekjur á árunum 2012 og 2013 þegar þessum útgreiðslum lýkur skv. fyrirliggjandi ákvörðunum. Vaxandi atvinnustigi á spátímanum fylgir einnig aukin skatt greiðsla heimila og samdráttur tilfærslutekna sem vegur á móti vexti atvinnutekna. Viðsnúningur í samneyslu fyrr á ferðinni en búist var við Árstíðarleiðrétt samneysla jókst á öðrum ársfjórðungi um 0,4% frá Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Br. frá fyrra ári (%) Mynd IV-10 Samneysla og fjárfesting hins opinbera 2000-2014 Samneysla (v. ás) Fjárfesting hins opinbera (v. ás) Opinber útgjöld í ráðstöfunaruppgjöri (h. ás) Framlag til hagvaxtar (prósentur) -2,0 -1,5 -1,0 -0,5 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Framlag helstu undirliða til ársbreytingar kaupmáttar ráðstöfunartekna er fengið með því að vega saman vægi undirþátta í ráðstöfunartekjum. Samlagning framlags undirliða gefur því ekki nákvæmlega heildarbreytinguna vegna afrúnnunar. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Breyting frá fyrra ári (%) Mynd IV-9 Þróun kaupmáttar ráðstöfunartekna og framlag undirliða 2000-20141 Nafnlaun Atvinna Aðrar tekjur Skattar Verðlag Kaupmáttur ráðstöfunartekna -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 15 20 25 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.