Peningamál - 01.11.2011, Síða 39
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
39
V Fjármál hins opinbera
Í fjárlögum þessa árs var sett fram áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum
til að stöðva skuldasöfnun og tryggja sjálfbær opinber fjármál til lengri
tíma. Þar var gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði á greiðslugrunni
myndi nást á þessu ári. Ljóst er að það markmið mun ekki nást fyrr
en á næsta ári. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er lagður fram mildari
aðlögunarferill að jöfnuði í ríkisfjármálum en ferill fjárlaga þessa
árs. Aðhaldsaðgerðir í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og
Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið endurskoðaðar. Langtímaspá fjár-
lagafrumvarpsins gerir ekki ráð fyrir að seinni áfangi áætlunarinnar um
afgang á heildarjöfnuði náist fyrr en árið 2014, ári síðar en til stóð og
þá með minni afgangi en áður var stefnt að.
Bati á frumjöfnuði nemur um 10% af landsframleiðslu
Áætlunin um jöfnuð í ríkisfjármálum var fyrst sett fram sumarið 2009.
Smám saman kom í ljós að skuldastaða ríkissjóðs var hagfelldari
en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir og var því upphafleg áætlun um
nauðsynlegan bata á frumjöfnuði upp á 16% af landsframleiðslu á
árabilinu 2009 til 2013 færð niður í 12% af landsframleiðslu. Í núgild-
andi fjárlagafrumvarpi er áætlað að bati á frumjöfnuði nemi 10% af
landsframleiðslu á sama árabili. Rökin sem færð eru fram fyrir mildari
aðlögun eru í fyrsta lagi þau að skuldastaðan hafi batnað. Talið er að
þrátt fyrir mildari aðlögunarferil séu horfur um þróun skulda eftir sem
áður ásættanlegar. Í öðru lagi er vísað til þess að rétt sé að nota ríkis-
fjármálin til að styðja við efnahagsumsvif eins og unnt er fremur en að
reka of aðhaldssama fjármálastefnu. Nánar er fjallað um fjárlagafrum-
varpið í rammagrein V-1.
Samneysla á kaflaskilum
Á árunum 2005 til 2008 jókst samneysla á föstu verði að meðaltali
um 4% á ári og enn meira að nafnvirði. Þegar fjármálakreppan brast á
árið 2008 varð viðsnúningur á þróun samneyslunnar. Hélst samneysla
sveitarfélaga og ríkissjóðs nær óbreytt í um 100 ma.kr. að nafnvirði
tíu ársfjórðunga í röð. Að magni til dróst samneysla saman um 1,7%
árið 2009 og um 3,4% árið 2010 en það ár náðu aðhaldsaðgerðir
ríkisstjórnarinnar hámarki í aðgerðum sem námu 3,5% af vergri lands-
framleiðslu.
Samneysla tók að aukast á ný á öðrum ársfjórðungi 2011 þegar
hún jókst um tæpa 4 ma.kr. að nafnvirði frá sama fjórðungi árið áður.
Orsakir þessa vaxtar voru fyrst og fremst mikill vöxtur launakostn-
aðar og kaup á vöru og þjónustu. Vöxturinn samsvaraði 1% vexti
samneyslu að magni til og lauk þar með samfelldum magnsamdrætti
samneyslu undangengna sjö ársfjórðunga. Allt útlit er fyrir að sam-
neysla muni halda áfram að vaxa að nafnvirði út spátímabilið, bæði
vegna áhrifa kjarasamninga og annarra verðhækkana og umfangs-
minni aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Eins og fram kom hér að
framan nam aðhald ríkisstjórnarinnar 3,5% af vergri landsframleiðslu
árið 2010 en í ár er áætlað að það verði 1,4%, 0,5% á næsta ári og
minna fram til ársins 2015. Spáð er að aðhaldsaðgerðir næsta árs skili
sér í 1,2% samdrætti samneyslu að magni til það ár. Næstu tvö árin
Tekjur (v. ás)
Gjöld (v. ás)
Heildarjöfnuður (h. ás)
Frumjöfnuður (h. ás)
Mynd V-1
Fjármál ríkissjóðs 2000-20141
% af VLF % af VLF
1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Á rekstrargrunni.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
28
30
32
34
36
38
40
42
44
46
48
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Tekjur (v. ás)
Gjöld (v. ás)
Heildarjöfnuður (h. ás)
Frumjöfnuður (h. ás)
Mynd V-2
Fjármál hins opinbera 2000-20141
% af VLF % af VLF
1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Á rekstrargrunni.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
38
40
42
44
46
48
50
52
54
56
58
60
-14
-12
-10
-8
-6
-4
-2
0
2
4
6
8
‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00
Mynd V-3
Þróun samneyslu að raun- og nafnvirði
1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 20141
Ma.kr.
1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
20
40
60
80
100
120
30
35
40
45
50
55
60
‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95
Ma.kr.
Samneysla að nafnvirði (v. ás)
Samneysla að nafnvirði - árstíðarleiðrétt (v. ás)
Samneysla að raunvirði (h. ás)
Samneysla að raunvirði - árstíðarleiðrétt (h. ás)