Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 39

Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 39
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 39 V Fjármál hins opinbera Í fjárlögum þessa árs var sett fram áætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum til að stöðva skuldasöfnun og tryggja sjálfbær opinber fjármál til lengri tíma. Þar var gert ráð fyrir að afgangur á frumjöfnuði á greiðslugrunni myndi nást á þessu ári. Ljóst er að það markmið mun ekki nást fyrr en á næsta ári. Í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er lagður fram mildari aðlögunarferill að jöfnuði í ríkisfjármálum en ferill fjárlaga þessa árs. Aðhaldsaðgerðir í tengslum við efnahagsáætlun stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins hafa verið endurskoðaðar. Langtímaspá fjár- lagafrumvarpsins gerir ekki ráð fyrir að seinni áfangi áætlunarinnar um afgang á heildarjöfnuði náist fyrr en árið 2014, ári síðar en til stóð og þá með minni afgangi en áður var stefnt að. Bati á frumjöfnuði nemur um 10% af landsframleiðslu Áætlunin um jöfnuð í ríkisfjármálum var fyrst sett fram sumarið 2009. Smám saman kom í ljós að skuldastaða ríkissjóðs var hagfelldari en fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir og var því upphafleg áætlun um nauðsynlegan bata á frumjöfnuði upp á 16% af landsframleiðslu á árabilinu 2009 til 2013 færð niður í 12% af landsframleiðslu. Í núgild- andi fjárlagafrumvarpi er áætlað að bati á frumjöfnuði nemi 10% af landsframleiðslu á sama árabili. Rökin sem færð eru fram fyrir mildari aðlögun eru í fyrsta lagi þau að skuldastaðan hafi batnað. Talið er að þrátt fyrir mildari aðlögunarferil séu horfur um þróun skulda eftir sem áður ásættanlegar. Í öðru lagi er vísað til þess að rétt sé að nota ríkis- fjármálin til að styðja við efnahagsumsvif eins og unnt er fremur en að reka of aðhaldssama fjármálastefnu. Nánar er fjallað um fjárlagafrum- varpið í rammagrein V-1. Samneysla á kaflaskilum Á árunum 2005 til 2008 jókst samneysla á föstu verði að meðaltali um 4% á ári og enn meira að nafnvirði. Þegar fjármálakreppan brast á árið 2008 varð viðsnúningur á þróun samneyslunnar. Hélst samneysla sveitarfélaga og ríkissjóðs nær óbreytt í um 100 ma.kr. að nafnvirði tíu ársfjórðunga í röð. Að magni til dróst samneysla saman um 1,7% árið 2009 og um 3,4% árið 2010 en það ár náðu aðhaldsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hámarki í aðgerðum sem námu 3,5% af vergri lands- framleiðslu. Samneysla tók að aukast á ný á öðrum ársfjórðungi 2011 þegar hún jókst um tæpa 4 ma.kr. að nafnvirði frá sama fjórðungi árið áður. Orsakir þessa vaxtar voru fyrst og fremst mikill vöxtur launakostn- aðar og kaup á vöru og þjónustu. Vöxturinn samsvaraði 1% vexti samneyslu að magni til og lauk þar með samfelldum magnsamdrætti samneyslu undangengna sjö ársfjórðunga. Allt útlit er fyrir að sam- neysla muni halda áfram að vaxa að nafnvirði út spátímabilið, bæði vegna áhrifa kjarasamninga og annarra verðhækkana og umfangs- minni aðhaldsaðgerða ríkisstjórnarinnar. Eins og fram kom hér að framan nam aðhald ríkisstjórnarinnar 3,5% af vergri landsframleiðslu árið 2010 en í ár er áætlað að það verði 1,4%, 0,5% á næsta ári og minna fram til ársins 2015. Spáð er að aðhaldsaðgerðir næsta árs skili sér í 1,2% samdrætti samneyslu að magni til það ár. Næstu tvö árin Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-1 Fjármál ríkissjóðs 2000-20141 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 28 30 32 34 36 38 40 42 44 46 48 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Tekjur (v. ás) Gjöld (v. ás) Heildarjöfnuður (h. ás) Frumjöfnuður (h. ás) Mynd V-2 Fjármál hins opinbera 2000-20141 % af VLF % af VLF 1. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Á rekstrargrunni. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 38 40 42 44 46 48 50 52 54 56 58 60 -14 -12 -10 -8 -6 -4 -2 0 2 4 6 8 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Mynd V-3 Þróun samneyslu að raun- og nafnvirði 1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 20141 Ma.kr. 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 20 40 60 80 100 120 30 35 40 45 50 55 60 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 Ma.kr. Samneysla að nafnvirði (v. ás) Samneysla að nafnvirði - árstíðarleiðrétt (v. ás) Samneysla að raunvirði (h. ás) Samneysla að raunvirði - árstíðarleiðrétt (h. ás)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94

x

Peningamál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.