Peningamál - 01.11.2011, Side 40
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
40
þar á eftir er því spáð að samneysla vaxi lítillega að magni til þrátt fyrir
aðhaldsaðgerðir.
Fjárfesting hins opinbera áfram lág í sögulegu samhengi
Samkvæmt fjárhagsáætlunum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins
lítur út fyrir að fjárfesting sveitarfélaga dragist saman um allt að 30%
að nafnvirði milli ára í ár. Sé litið til þriggja ára áætlana sömu sveitar-
félaga virðist sem þau muni áfram draga saman í fjárfestingu. Má t.d.
nefna að Reykjavíkurborg áætlar að draga töluvert saman í fjárfest-
ingu á sama tíma og fjárhagslegt svigrúm stórra sveitarfélaga eins og
Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar til fjárfestingar er mjög takmarkað.
Samkvæmt fjárlögum þessa árs er áætlað að fjárfesting ríkissjóðs
dragist saman um 24% að nafnvirði. Hins vegar er í yfirlýsingu ríkis-
stjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnu-
markaði loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu aðallega á árunum
2011 og 2012. Þær framkvæmdir samsvara aukinni fjárfestingu sem
nemur ríflega 13 ma.kr. til ársloka 2012. Til samanburðar má nefna að
í fjárlögum ársins 2011 var veitt samtals 21 ma.kr. til stofnkostnaðar-,
viðhalds- og framkvæmdaliða. Hins vegar hefur dregist að hefja fram-
kvæmdir og mun meginþungi framkvæmdanna því hliðrast til í tíma
og kúfur framkvæmdanna liggja á árinu 2012.
Framkvæmdir í tengslum við Vaðlaheiðargöng hafa verið teknar
með í spám Seðlabankans, þrátt fyrir nokkra óvissu um hvort af þeirri
framkvæmd verði. Í síðustu spá Seðlabankans var framkvæmdin talin
með opinberri fjárfestingu en nú má ætla að hún verði flokkuð sem
almenn fjárfesting líkt og Hvalfjarðargöng á sínum tíma. Þessi breyting
gerir það að verkum að opinber fjárfesting verður heldur minni en
spáð var í ágúst. Vaðlaheiðargöng eru u.þ.b. 10 ma.kr. fjárfesting en
heildarfjárfesting hins opinbera í ár er áætluð 35 ma.kr. Fjárfesting hins
opinbera í ár lækkar því úr 42 ma.kr. á síðasta ári. Þegar fjárfesting
hins opinbera náði hámarki árið 2008 nam hún 77 ma.kr. á verðlagi
ársins 2011.
Afkomuhorfur lakari
Eins og áður segir hefur ríkisstjórnin lagt til við Alþingi að bæta afkomu
ríkissjóðs hægar á næstu árum en fyrri áætlun um jöfnuð í ríkisfjár-
málum kvað á um. Afgangur á frumjöfnuði á næsta ári er áætlaður
um 1,4% af vergri landsframleiðslu og afgangur á heildarjöfnuði árið
2014 um 0,9%. Fyrri áætlun gerði hins vegar ráð fyrir 2,2% afgangi
á heildarjöfnuði á árinu 2013 en nú er hallinn áætlaður 0,6% það ár.
Slökun aðhalds frá fyrri áætlun samsvarar því 2,8% af vergri lands-
framleiðslu. Árið 2014 gerir áætlunin ráð fyrir að afgangur á frum-
jöfnuði verði 4% af vergri landsframleiðslu en fyrri áætlun gerði ráð
fyrir að hann yrði tæplega 6% strax árið 2013. Því er ljóst að áætlunin
um jöfnuð í ríkisfjármálum er mun mildari en samkvæmt fyrri áætlun
en hún þótti nokkuð metnaðarfull og endurspeglaði að hluta verri
skuldastöðu ríkissjóðs.
Takmörkuð hækkun óbeinna skatta
Í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er að finna svipaða hækkun óbeinna
skatta og gert hefur verið ráð fyrir í fyrri spám Seðlabankans en
Mynd V-4
Þróun opinberrar fjárfestingar að raunvirði
1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 20141
Vísitölur, 1995 = 100
1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014.
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
0
50
100
150
200
250
300
‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95
Fjárfesting að raunvirði
Fjárfesting að raunvirði - árstíðarleiðrétt