Peningamál - 01.11.2011, Síða 40

Peningamál - 01.11.2011, Síða 40
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 40 þar á eftir er því spáð að samneysla vaxi lítillega að magni til þrátt fyrir aðhaldsaðgerðir. Fjárfesting hins opinbera áfram lág í sögulegu samhengi Samkvæmt fjárhagsáætlunum nokkurra stærstu sveitarfélaga landsins lítur út fyrir að fjárfesting sveitarfélaga dragist saman um allt að 30% að nafnvirði milli ára í ár. Sé litið til þriggja ára áætlana sömu sveitar- félaga virðist sem þau muni áfram draga saman í fjárfestingu. Má t.d. nefna að Reykjavíkurborg áætlar að draga töluvert saman í fjárfest- ingu á sama tíma og fjárhagslegt svigrúm stórra sveitarfélaga eins og Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar til fjárfestingar er mjög takmarkað. Samkvæmt fjárlögum þessa árs er áætlað að fjárfesting ríkissjóðs dragist saman um 24% að nafnvirði. Hins vegar er í yfirlýsingu ríkis- stjórnarinnar í tengslum við gerð kjarasamninga á almennum vinnu- markaði loforð um umfangsmikla nýfjárfestingu aðallega á árunum 2011 og 2012. Þær framkvæmdir samsvara aukinni fjárfestingu sem nemur ríflega 13 ma.kr. til ársloka 2012. Til samanburðar má nefna að í fjárlögum ársins 2011 var veitt samtals 21 ma.kr. til stofnkostnaðar-, viðhalds- og framkvæmdaliða. Hins vegar hefur dregist að hefja fram- kvæmdir og mun meginþungi framkvæmdanna því hliðrast til í tíma og kúfur framkvæmdanna liggja á árinu 2012. Framkvæmdir í tengslum við Vaðlaheiðargöng hafa verið teknar með í spám Seðlabankans, þrátt fyrir nokkra óvissu um hvort af þeirri framkvæmd verði. Í síðustu spá Seðlabankans var framkvæmdin talin með opinberri fjárfestingu en nú má ætla að hún verði flokkuð sem almenn fjárfesting líkt og Hvalfjarðargöng á sínum tíma. Þessi breyting gerir það að verkum að opinber fjárfesting verður heldur minni en spáð var í ágúst. Vaðlaheiðargöng eru u.þ.b. 10 ma.kr. fjárfesting en heildarfjárfesting hins opinbera í ár er áætluð 35 ma.kr. Fjárfesting hins opinbera í ár lækkar því úr 42 ma.kr. á síðasta ári. Þegar fjárfesting hins opinbera náði hámarki árið 2008 nam hún 77 ma.kr. á verðlagi ársins 2011. Afkomuhorfur lakari Eins og áður segir hefur ríkisstjórnin lagt til við Alþingi að bæta afkomu ríkissjóðs hægar á næstu árum en fyrri áætlun um jöfnuð í ríkisfjár- málum kvað á um. Afgangur á frumjöfnuði á næsta ári er áætlaður um 1,4% af vergri landsframleiðslu og afgangur á heildarjöfnuði árið 2014 um 0,9%. Fyrri áætlun gerði hins vegar ráð fyrir 2,2% afgangi á heildarjöfnuði á árinu 2013 en nú er hallinn áætlaður 0,6% það ár. Slökun aðhalds frá fyrri áætlun samsvarar því 2,8% af vergri lands- framleiðslu. Árið 2014 gerir áætlunin ráð fyrir að afgangur á frum- jöfnuði verði 4% af vergri landsframleiðslu en fyrri áætlun gerði ráð fyrir að hann yrði tæplega 6% strax árið 2013. Því er ljóst að áætlunin um jöfnuð í ríkisfjármálum er mun mildari en samkvæmt fyrri áætlun en hún þótti nokkuð metnaðarfull og endurspeglaði að hluta verri skuldastöðu ríkissjóðs. Takmörkuð hækkun óbeinna skatta Í fjárlagafrumvarpi ársins 2012 er að finna svipaða hækkun óbeinna skatta og gert hefur verið ráð fyrir í fyrri spám Seðlabankans en Mynd V-4 Þróun opinberrar fjárfestingar að raunvirði 1. ársfj. 1995 - 4. ársfj. 20141 Vísitölur, 1995 = 100 1. Grunnspá Seðlabankans 3. ársfj. 2011 - 4. ársfj. 2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 300 ‘13‘11‘09‘07‘05‘03‘01‘99‘97‘95 Fjárfesting að raunvirði Fjárfesting að raunvirði - árstíðarleiðrétt
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.