Peningamál - 01.11.2011, Síða 45

Peningamál - 01.11.2011, Síða 45
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 45 1. Sjá Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn (2011), Fiscal Monitor, apríl 2011. sjóðum. Þetta er þrengri skilgreining en hefðbundið er, en venja er að telja einnig til eigna aðrar peningalegar eignir að undanskildum hlutabréfum, eignarhlutum og stofnfé. Sé það talið með verður hrein skuldastaða hins opinbera betri en hér er lýst. Samkvæmt grunnspá Seðlabankans lækka skuldir hins opinbera frá og með næsta ári og er nú áætlað að vergar skuldir nemi um 90% af vergri landsframleiðslu árið 2014. Það er innan við einnar prósentu frávik frá skuldahlutfalli samkvæmt spá sjöttu endurskoðunar stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Þar vegast á annars vegar lakari afkomuspá Seðlabankans og hins vegar að gengi krónunnar hefur styrkst lítillega frá útgáfu síðustu spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Niðurstaðan er eftir sem áður sú að uppsöfnuð áhrif af lakari afkomu- spá á skuldastöðu hins opinbera nema rúmlega 7% af landsfram- leiðslu. Kostnaðarstig hér á landi, mælt í erlendri mynt, hefur lækkað verulega. Þessi lækkun skilar sér í betri samkeppnisstöðu og styður við útflutningsdrifinn hagvöxt (sjá kafla II). Það gefur aukið svigrúm til að hækka nafnvirði landsframleiðslunnar og lækka þá um leið skulda- hlutföll hins opinbera sem hlutfall af landsframleiðslu. Launakostnaður á framleidda einingu hefur ekki lækkað að sama skapi hjá þeim evruríkjum sem eiga í hvað mestum skuldavanda, þ.e.a.s. Portúgal, Írlandi, Ítalíu, Spáni og Grikklandi. Það mun gera þeim erfiðara um vik að lækka sín skuldahlutföll. Skuldastaða Íslands í alþjóðlegu samhengi Eins og áður hefur komið fram nema skuldir hins opinbera hér á landi tæplega einni landsframleiðslu. Þetta eru svipaðar skuldir og í ýmsum öðrum iðnríkjum eins og t.d. Bandaríkjunum, Belgíu, Írlandi og Portúgal en nokkru lægri en í Grikklandi, Ítalíu og Japan. Eins og mynd V-5 sýnir er einnig útlit fyrir að skuldastaðan batni frekar í alþjóðlegu samhengi á næstu árum verði aðhaldsaðgerðum fylgt, þótt enn verði skuldahlutfallið hátt. Nauðsynlegur frumjöfnuður til að ná 60% skuldahlutfalli Í nýlegri rannsókn Alþjóðagjaldeyrissjóðsins var lagt mat á nauðsyn- lega breytingu í frumjöfnuði 30 ríkja (þ.m.t. Íslands) til að skuldahlut- fall þeirra kæmist niður í 60% af landsframleiðslu árið 2030, að því gefnu að viðsnúningurinn hefði átt sér stað fyrir árið 2020 (sjá mynd V-6).1 Niðurstaðan fyrir Ísland er sú að ná þyrfti 2,2% afgangi á hag- sveifluleiðréttum frumjöfnuði sem héldist stöðugur á árabilinu 2020 til 2030. Samkvæmt spá Seðlabankans verður hagsveifluleiðréttur frum- jöfnuður árið 2014 tæplega 4% af vergri landsframleiðslu. Markmið stjórnvalda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins er hins vegar að ná tæplega 5% hagsveifluleiðréttum afgangi af frumjöfnuði árið 2015. Haldist slíkur afgangur á frumjöfnuði mun Ísland ná skuldahlutfalli sínu niður í 60% af landsframleiðslu löngu fyrir árið 2030, sérstaklega þegar þess er gætt að hluti nýrra skulda hins opinbera hefur verið nýttur til sjóðs- myndunar til þess að mæta meðal annars væntanlegum gjalddögum Mynd V-5 Vergar skuldir hins opinbera í ýmsum iðnríkjum árin 2010 og 20161 % af VLF 1. Spár Alþjóðagjaldeyrissjóðsins fyrir árið 2016 eru sýndar með rauðum punktum. Heimildir: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, Seðlabanki Íslands. 0 50 100 150 200 250 300 Svíþjóð Danmörk Noregur Bretland Frakkland Þýskaland Ísland Portúgal Bandaríkin Írland Belgía Ítalía Grikkland Japan Frumjöfnuður (2010) Hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður 2020-2030 Mynd V-6 Hagsveifluleiðréttur frumjöfnuður sem þarf til að ná skuldum niður fyrir 60% fyrir 2030 % af VLF Heimild: Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn. -30 -25 -20 -15 -10 -5 0 5 10 Po rt úg al Ja pa n Ít al ía Ír la nd Ís la nd G rik k- la nd Be lg ía Ba nd a- rík in
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.