Peningamál - 01.11.2011, Page 46

Peningamál - 01.11.2011, Page 46
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 46 eldri skulda. Þrátt fyrir tilslökun nú gefur núverandi aðlögunarferill því svigrúm til þó nokkurrar niðurgreiðslu á skuldum hins opinbera. Umfang afkomuaðgerða árin 2009-2015 í samanburði við önnur lönd Þegar horft er til þeirra landa sem gripið hafa til umfangsmestu aðhaldsaðgerðanna í kjölfar fjármálakreppna mælt í bata á frum- jöfnuði skera viðbrögð Finna, Dana og Svía í upphafi tíunda áratugar síðustu aldar sig úr. Þegar lagt var af stað með efnahagsáætlun stjórn- valda og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins stefndi í að bati á frumjöfnuði hér á landi yrði á fimm ára tímabili svipaður og orðið hafði hjá Finnum á átta ára tímabili. Endurskoðun áætlunar um jöfnuð í ríkisfjármálum hægði hins vegar á og dró úr áformum um bata á frumjöfnuði. Í stað bata sem nemur 16% af vergri landsframleiðslu á fimm árum er batinn nú áætlaður 11,3% á sjö árum. Til samanburðar var batinn mestur 15% á frumjöfnuði hjá Finnum á árunum 1993-2000 og hjá Dönum á árunum 1983-1986. Hjá Svíum var batinn heldur minni eða rúm 14% á árunum 1993 til 1998 í kjölfar fjármálakreppu. Miðað við núverandi áætlun er umfang afkomuaðgerða hér á landi nær því sem ráðist var í á Írlandi árið 1986 og í Bretlandi árið 1993, þegar ráðist var í afkomuaðgerðir sem skiluðu bata sem nam 8½% af vergri landsframleiðslu á rúmlega sex ára tímabili. Þær eru einnig svipaðar að umfangi og sömu lönd ætla nú að fara út í. Bresk stjórnvöld ætla að ná fram bata sem nemur tæpum 10% af vergri landsframleiðslu á sex ára tímabili og Írar að ná fram 9% bata á árabilinu 2011-2014. Svipaða sögu er að segja af Lettum en fjármála- kreppan kom illa við þá. Þeir ætla sér að bæta afkomuna um 7½% af vergri landsframleiðslu á fjórum árum. Mynd V-7 Viðsnúningur á frumjöfnuði í nokkrum ríkjum % af VLF Heimildir: Alþjóðgjaldeyrissjóðurinn, Evrópusambandið, Fjármálaráðu- neytið. 0 2 4 6 8 10 12 14 16 15,0 14,7 14,2 11,3 9,6 8,5 8,5 7,5 Le tt la nd 2 00 9 Br et la nd 1 99 3 Ír la nd 1 98 6 Br et la nd 2 00 9 Ís la nd 2 00 9 Sv íþ jó ð 19 93 D an m ör k 19 82 Fi nn la nd 1 99 3 9 ár 4 ár 6 ár 7 ár 6 ár 7 ár 6 ár 4 ár

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.