Peningamál - 01.11.2011, Page 53

Peningamál - 01.11.2011, Page 53
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 53 var í ágúst sem endurspeglar minni hagvöxt, meiri launahækkanir og hægari hjöðnun jafnvægisatvinnuleysis á seinni hluta spátímans. Atvinna jókst milli ára á öðrum fjórðungi ársins. Áfram er gert ráð fyrir að vöxtur atvinnu verði minni en hagvöxtur og því aukist framleiðni vinnuafls á spátímanum. Spáð er um 1% vexti atvinnu að meðaltali á ári sem og að atvinnuþátttaka, þ.e. hlutfall starfandi af mannfjölda á aldrinum 16-64 ára, verði orðin um 72% árið 2014, sem er 5½ prósentu undir því sem það var að meðaltali í síðustu uppsveiflu (frá fyrsta ársfjórðungi 2004 til þriðja fjórðungs 2008) og 3½ prósentu undir meðaltali síðustu tuttugu ára. Horfur á meiri hækkun launa en í ágúst Launahækkanir vegna kjarasamninga hafa komið heldur seinna fram en gert var ráð fyrir í Peningamálum í ágúst. Hins vegar virðist sterk staða útflutningsatvinnugreina vegna lágs gengis krónunnar hafa haft í för með sér að þar sé samið um launahækkanir umfram það sem almennt var samið um í síðustu kjarasamningum. Vísbendingar eru einnig um leiðréttingar á launum annarra hópa. Líkur á annarrar umferðar áhrifum vegna kjarasamninga hafa því aukist þrátt fyrir að enn sé nokkur slaki til staðar á vinnumarkaði. Því er nú gert ráð fyrir að laun hækki nokkru meira á næstu árum en spáð var í ágúst. Hins vegar er ekki talið líklegt að til endurskoðunar á launalið kjarasamninganna komi í janúar. Útlit er fyrir að forsendur samninganna um aukinn kaupmátt launa á fyrsta ári kjarasamningsins standist þótt samningsaðilar geti túlkað forsendur um marktæka gengisstyrkingu og stjórnvaldsákvarðanir á hvorn veginn sem er. Raunlaun munu halda áfram að hækka út spátímann, mest á næsta ári og á árinu 2014 eða um 2½%. Þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir að laun hækki meira á næstu árum en í síðustu spá vegur hagstæðari framleiðniþróun og lækkun trygg- ingagjalds nokkuð á móti.7 Áætlað er að launakostnaður á framleidda einingu hækki 0,3 prósentum minna í ár en í síðustu spá eða um 5,4% vegna minni launahækkana. Hækkun launakostnaðar á framleidda einingu er hins vegar heldur meiri á næstu tveimur árum en í síðustu spá (4,6% og 2,7%) þar sem meiri framleiðnivöxtur bæði árin dugar ekki til að vega á móti meiri launahækkunum. Reiknað er með svipaðri hækkun árið 2014 og árið á undan eða 2,9%. Hækkun launakostn- aðar á framleidda einingu á þessu og næsta ári er nokkru meiri en fær samræmst verðbólgumarkmiði Seðlabankans. 7. Forsendur fyrir lækkun tryggingagjalds eru svipaðar og í ágúst, en gert er ráð fyrir að það lækki í takt við forsendur fjárlaga, um 0,9 prósentur á næsta ári, um 0,3 prósentur á árinu 2013 og um 0,1 prósentu á árinu 2014. 1. Framleiðniaukning kemur fram sem neikvætt framlag til hækkunar á launakostnaði á framleidda einingu. Grunnspá Seðlabankans 2011-2014. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-9 Launakostnaður á framleidda einingu og framlag undirliða 2000-20141 Breyting frá fyrra ári (%) Nafnlaun Launakostnaður annar en laun Undirliggjandi framleiðni Launakostnaður á framleidda einingu -4 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 ‘14‘13‘12‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01‘00 Heimildir: Vinnumálastofnun, Seðlabanki Íslands. Mynd VI-8 Atvinnuleysi - samanburður við PM 2011/3 Árstíðarleiðrétt, % af mannafla PM 2011/4 PM 2011/3 0 2 4 6 8 10 20142013201220112010200920082007

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.