Peningamál - 01.11.2011, Page 56

Peningamál - 01.11.2011, Page 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 56 Viðskiptahalli fyrir árið 2010 endurskoðaður á ný Tölur um viðskiptajöfnuð fyrir árið 2010 breyttust verulega fyrir útgáfu Peningamála 2011/2 þegar áður birtar tölur um þáttatekjujöfnuð fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2010 voru endurskoðaðar (sjá umfjöllun á bls. 38 í Peningamálum 2011/2). Enn frekari endurskoðun var gerð á áður birtum tölum fyrir árið 2010 við birtingu talna um viðskipta- jöfnuð fyrir fyrri hluta þessa árs í lok ágúst sl. Endurskoðaðar tölur um viðskiptajöfnuð fyrir árið 2010 sýna að halli ársins var um 22 ma.kr. meiri en áður birtar tölur gáfu til kynna eða rúmlega 11% af vergri landsframleiðslu í stað 9,8% áður. Endurskoðunin var ekki einungis vegna endurskoðaðra þáttatekna heldur voru tölur um inn- og útflutta þjónustu fyrir árið 2010 einnig endurskoðaðar. Halli á þáttatekjum reyndist 12 ma.kr. meiri en áður birtar tölur sýndu og afgangur á þjónustujöfnuði 10 ma.kr. minni. Lítils háttar breyting varð einnig á tölum fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og er viðskiptahallinn nú talinn 2 ma.kr. minni en áður var áætlað. Ástæðan er sú að meiri afgangur reyndist á vöru- og þjón- ustuviðskiptum en áður var talið. Engin breyting var gerð á tölum um þáttatekjur. Mun minni viðskiptahalli ef leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um 55 ma.kr. á fyrri hluta ársins en þáttatekjuhallinn ásamt rekstrargjöldum nam 159 ma.kr. Viðskiptajöfnuðurinn á fyrri hluta ársins var því neikvæður um 104 ma.kr. eða rúm 13% af vergri landsframleiðslu. Ef leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð verður hallinn hins vegar mun minni eða 30 ma.kr. eða tæp 4% af vergri landsframleiðslu. Eins og áður sagði eru horfur á áframhaldandi afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum á seinni hluta ársins en að jöfnuður þáttatekna verði áfram töluvert neikvæður. Fyrir árið í heild er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn samkvæmt opinberu uppgjöri muni nema 137 ma.kr. eða rúmlega 8% af vergri landsframleiðslu, sem er svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Sé leiðrétt fyrir áföllnum tekjum og gjöldum inn- lánsstofnana í slitameðferð, verður aftur á móti afgangur af viðskipta- jöfnuðinum upp á rúma 8 ma.kr. eða sem nemur ½% af landsfram- leiðslu, sem er einnig svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Þegar þáttatekjur og gjöld Actavis eru einnig undanskilin verður afgangurinn mun meiri eða 5,2% af vergri landsframleiðslu.3 Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð jákvæður á næstu árum Gert er ráð fyrir að halli á þáttatekjujöfnuðinum minnki aðeins á næsta ári en vaxi svo á ný, m.a. vegna hækkunar alþjóðlegra vaxta. Við útreikning á þáttatekjujöfnuði er einnig byggt á þeirri forsendu 3. Eins og kom fram í Peningamálum 2011/2 er Actavis alþjóðlegt fyrirtæki með mikil erlend lán og vega áfallnir vextir þess þungt í þáttatekjujöfnuðinum. Ljóst er að geta fyrirtækisins til að greiða skuldir sínar ræðst af tekjum þess af sölu erlendis og mun þess vegna ekki hafa áhrif á gjaldeyrismarkað hér á landi. Þess vegna er talið eðlilegt að líta fram hjá þáttatekjum og –gjöldum fyrirtækisins þegar lagt er mat á ytri jöfnuð þjóðarbúsins. Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2011 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Áður birtur viðskiptajöfnuður Nýr viðskiptajöfnuður -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 1. ársfj. 2011 4. ársfj. 2010 3. ársfj. 2010 2. ársfj. 2010 1. ársfj. 2010

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.