Peningamál - 01.11.2011, Síða 56

Peningamál - 01.11.2011, Síða 56
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 56 Viðskiptahalli fyrir árið 2010 endurskoðaður á ný Tölur um viðskiptajöfnuð fyrir árið 2010 breyttust verulega fyrir útgáfu Peningamála 2011/2 þegar áður birtar tölur um þáttatekjujöfnuð fyrstu þrjá fjórðunga ársins 2010 voru endurskoðaðar (sjá umfjöllun á bls. 38 í Peningamálum 2011/2). Enn frekari endurskoðun var gerð á áður birtum tölum fyrir árið 2010 við birtingu talna um viðskipta- jöfnuð fyrir fyrri hluta þessa árs í lok ágúst sl. Endurskoðaðar tölur um viðskiptajöfnuð fyrir árið 2010 sýna að halli ársins var um 22 ma.kr. meiri en áður birtar tölur gáfu til kynna eða rúmlega 11% af vergri landsframleiðslu í stað 9,8% áður. Endurskoðunin var ekki einungis vegna endurskoðaðra þáttatekna heldur voru tölur um inn- og útflutta þjónustu fyrir árið 2010 einnig endurskoðaðar. Halli á þáttatekjum reyndist 12 ma.kr. meiri en áður birtar tölur sýndu og afgangur á þjónustujöfnuði 10 ma.kr. minni. Lítils háttar breyting varð einnig á tölum fyrir fyrsta fjórðung þessa árs og er viðskiptahallinn nú talinn 2 ma.kr. minni en áður var áætlað. Ástæðan er sú að meiri afgangur reyndist á vöru- og þjón- ustuviðskiptum en áður var talið. Engin breyting var gerð á tölum um þáttatekjur. Mun minni viðskiptahalli ef leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð Jöfnuður vöru- og þjónustuviðskipta var jákvæður um 55 ma.kr. á fyrri hluta ársins en þáttatekjuhallinn ásamt rekstrargjöldum nam 159 ma.kr. Viðskiptajöfnuðurinn á fyrri hluta ársins var því neikvæður um 104 ma.kr. eða rúm 13% af vergri landsframleiðslu. Ef leiðrétt er fyrir áföllnum tekjum og gjöldum innlánsstofnana í slitameðferð verður hallinn hins vegar mun minni eða 30 ma.kr. eða tæp 4% af vergri landsframleiðslu. Eins og áður sagði eru horfur á áframhaldandi afgangi af vöru- og þjónustuviðskiptum á seinni hluta ársins en að jöfnuður þáttatekna verði áfram töluvert neikvæður. Fyrir árið í heild er gert ráð fyrir að viðskiptahallinn samkvæmt opinberu uppgjöri muni nema 137 ma.kr. eða rúmlega 8% af vergri landsframleiðslu, sem er svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Sé leiðrétt fyrir áföllnum tekjum og gjöldum inn- lánsstofnana í slitameðferð, verður aftur á móti afgangur af viðskipta- jöfnuðinum upp á rúma 8 ma.kr. eða sem nemur ½% af landsfram- leiðslu, sem er einnig svipað og gert var ráð fyrir í síðustu spá. Þegar þáttatekjur og gjöld Actavis eru einnig undanskilin verður afgangurinn mun meiri eða 5,2% af vergri landsframleiðslu.3 Viðskiptajöfnuður án innlánsstofnana í slitameðferð jákvæður á næstu árum Gert er ráð fyrir að halli á þáttatekjujöfnuðinum minnki aðeins á næsta ári en vaxi svo á ný, m.a. vegna hækkunar alþjóðlegra vaxta. Við útreikning á þáttatekjujöfnuði er einnig byggt á þeirri forsendu 3. Eins og kom fram í Peningamálum 2011/2 er Actavis alþjóðlegt fyrirtæki með mikil erlend lán og vega áfallnir vextir þess þungt í þáttatekjujöfnuðinum. Ljóst er að geta fyrirtækisins til að greiða skuldir sínar ræðst af tekjum þess af sölu erlendis og mun þess vegna ekki hafa áhrif á gjaldeyrismarkað hér á landi. Þess vegna er talið eðlilegt að líta fram hjá þáttatekjum og –gjöldum fyrirtækisins þegar lagt er mat á ytri jöfnuð þjóðarbúsins. Mynd VII-5 Viðskiptajöfnuður 1. ársfj. 2010 - 1. ársfj. 2011 Ma.kr. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Áður birtur viðskiptajöfnuður Nýr viðskiptajöfnuður -80 -70 -60 -50 -40 -30 -20 -10 0 10 1. ársfj. 2011 4. ársfj. 2010 3. ársfj. 2010 2. ársfj. 2010 1. ársfj. 2010
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.