Peningamál - 01.11.2011, Síða 58

Peningamál - 01.11.2011, Síða 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 58 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðbólga hefur aukist hratt frá áramótum. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist hún 5,3% sem er aðeins minna en spáð var í síðustu Peningamálum. Horfur eru á að verðbólga á næsta ári verði heldur minni en þá var gert ráð fyrir einkum vegna lægra olíu- og hrávöru- verðs á heimsmarkaði ásamt því að gengi krónunnar verður sterkara. Spáð er að meðalverðbólga verði rúmlega 4% í ár og svipuð á næsta ári. Mælikvarðar á langtímaverðbólguvæntingar benda til að þær séu enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiðinu þótt þær virðist hafa heldur hjaðnað síðustu vikur miðað við verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Óvissa um verðbólguhorfur lýtur m.a. að því hversu mikil heildar- áhrifin verða af miklum launahækkunum á árinu og hvernig innflutt verðbólga mun þróast á næstunni. Kjarnaverðbólga hefur ekki verið meiri í rúmt ár Verðbólga hefur aukist töluvert það sem af er þessu ári, þótt heldur hafi hægt á verðhækkunum frá síðustu útgáfu Peningamála. Verðbólga á þriðja fjórðungi ársins 2011 mældist 5,3% og hafði aukist úr 3,5% á öðrum fjórðungi.1 Horft fram hjá áhrifum óbeinna skatta mældist verðbólga 5% á þriðja ársfjórðungi. Þeir vöruflokkar sem hækkuðu mest í verði á þriðja ársfjórðungi voru innlend matvara og almenn þjónusta auk þess sem húsnæðiskostnaður jókst. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% í október og nam tólf mánaða verðbólga 5,3% samanborið við 1,8% í janúar sl. Undir- liggjandi ársverðbólga, þ.e. ef horft er fram hjá áhrifum skatta, sveiflu- kenndra liða, opinberrar þjónustu og raunvaxta, nam 4,4% og hafði aukist úr 1,2% í ársbyrjun og úr 4,2% í september. Undirliggjandi verðbólga mælist því vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og hefur ekki verið meiri síðan í lok sumars 2010. Verðhækkanir orðnar almennari Á fyrri hluta ársins var verðbólga að stórum hluta drifin áfram af hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu og kostnaði vegna húsnæðis, þ.á m. hækkunum á fasteignaverði. Á undanförnum mánuðum hafa verðhækkanir hins vegar orðið almennari og dreifst yfir á fleiri undirliði vísitölu neysluverðs enda hefur launakostnaður aukist í kjölfar kjara- samninga á vinnumarkaði í maí og verðbólguvæntingar hækkað (sjá mynd VIII-3). Af 3,4 prósentna aukningu ársverðbólgu frá því að hún náði lágmarki í ársbyrjun má rekja um helming hennar til hækkunar á bensínverði og húsnæðiskostnaði en í júní sl. skýrðu þessir undirliðir hins vegar um ¾ af þeirri aukningu sem hafði orðið þá. Verðbólguþrýstingur vegna alþjóðlegrar verðlagsþróunar hefur hjaðnað verulega að undanförnu þar sem olíu- og hrávöruverð á heimsmarkaði hefur lækkað í kjölfar aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Olíuverðshækkunin sem varð á fyrri hluta ársins hefur að hluta til gengið til baka (sjá umfjöllun í kafla II). Viðskiptavegið gengi krónunnar hefur jafnframt styrkst um 2,3% frá síðustu útgáfu Peningamála sem hefur vegið á móti auknum kostnaðarþrýstingi. 1. Ef útvarpsgjaldið hefði ekki verið tekið út úr vísitölu neysluverðs í janúar 2011 hefði verðbólga verið 5,7% á þriðja ársfjórðungi 2011. Mynd VIII-1 Verðbólga Janúar 2001 - október 20111 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 12 mánaða breyting (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Mynd VIII-2 Verðbólga á ýmsa mælikvarða Janúar 2001 - október 2011 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 12 mánaða breyting (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Vísitala neysluverðs án skattaáhrifa Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd VIII-3 Dreifing verðhækkunar vísitölu neysluverðs1 Janúar 2001 - október 2011 12 mánaða breyting (%) Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás) Vísitala neysluverðs (h. ás) 1. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 %
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.