Peningamál - 01.11.2011, Page 58

Peningamál - 01.11.2011, Page 58
ÞRÓUN OG HORFUR Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 58 VIII Verðlagsþróun og verðbólguhorfur Verðbólga hefur aukist hratt frá áramótum. Á þriðja ársfjórðungi þessa árs mældist hún 5,3% sem er aðeins minna en spáð var í síðustu Peningamálum. Horfur eru á að verðbólga á næsta ári verði heldur minni en þá var gert ráð fyrir einkum vegna lægra olíu- og hrávöru- verðs á heimsmarkaði ásamt því að gengi krónunnar verður sterkara. Spáð er að meðalverðbólga verði rúmlega 4% í ár og svipuð á næsta ári. Mælikvarðar á langtímaverðbólguvæntingar benda til að þær séu enn nokkuð yfir verðbólgumarkmiðinu þótt þær virðist hafa heldur hjaðnað síðustu vikur miðað við verðbólguálag á skuldabréfamarkaði. Óvissa um verðbólguhorfur lýtur m.a. að því hversu mikil heildar- áhrifin verða af miklum launahækkunum á árinu og hvernig innflutt verðbólga mun þróast á næstunni. Kjarnaverðbólga hefur ekki verið meiri í rúmt ár Verðbólga hefur aukist töluvert það sem af er þessu ári, þótt heldur hafi hægt á verðhækkunum frá síðustu útgáfu Peningamála. Verðbólga á þriðja fjórðungi ársins 2011 mældist 5,3% og hafði aukist úr 3,5% á öðrum fjórðungi.1 Horft fram hjá áhrifum óbeinna skatta mældist verðbólga 5% á þriðja ársfjórðungi. Þeir vöruflokkar sem hækkuðu mest í verði á þriðja ársfjórðungi voru innlend matvara og almenn þjónusta auk þess sem húsnæðiskostnaður jókst. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,34% í október og nam tólf mánaða verðbólga 5,3% samanborið við 1,8% í janúar sl. Undir- liggjandi ársverðbólga, þ.e. ef horft er fram hjá áhrifum skatta, sveiflu- kenndra liða, opinberrar þjónustu og raunvaxta, nam 4,4% og hafði aukist úr 1,2% í ársbyrjun og úr 4,2% í september. Undirliggjandi verðbólga mælist því vel yfir verðbólgumarkmiði Seðlabankans og hefur ekki verið meiri síðan í lok sumars 2010. Verðhækkanir orðnar almennari Á fyrri hluta ársins var verðbólga að stórum hluta drifin áfram af hækkunum á heimsmarkaðsverði olíu og kostnaði vegna húsnæðis, þ.á m. hækkunum á fasteignaverði. Á undanförnum mánuðum hafa verðhækkanir hins vegar orðið almennari og dreifst yfir á fleiri undirliði vísitölu neysluverðs enda hefur launakostnaður aukist í kjölfar kjara- samninga á vinnumarkaði í maí og verðbólguvæntingar hækkað (sjá mynd VIII-3). Af 3,4 prósentna aukningu ársverðbólgu frá því að hún náði lágmarki í ársbyrjun má rekja um helming hennar til hækkunar á bensínverði og húsnæðiskostnaði en í júní sl. skýrðu þessir undirliðir hins vegar um ¾ af þeirri aukningu sem hafði orðið þá. Verðbólguþrýstingur vegna alþjóðlegrar verðlagsþróunar hefur hjaðnað verulega að undanförnu þar sem olíu- og hrávöruverð á heimsmarkaði hefur lækkað í kjölfar aukinnar óvissu í alþjóðlegum efnahagsmálum. Olíuverðshækkunin sem varð á fyrri hluta ársins hefur að hluta til gengið til baka (sjá umfjöllun í kafla II). Viðskiptavegið gengi krónunnar hefur jafnframt styrkst um 2,3% frá síðustu útgáfu Peningamála sem hefur vegið á móti auknum kostnaðarþrýstingi. 1. Ef útvarpsgjaldið hefði ekki verið tekið út úr vísitölu neysluverðs í janúar 2011 hefði verðbólga verið 5,7% á þriðja ársfjórðungi 2011. Mynd VIII-1 Verðbólga Janúar 2001 - október 20111 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 12 mánaða breyting (%) 1. Kjarnavísitölur mæla undirliggjandi verðbólgu. Kjarnavísitala 1 er vísitala neysluverðs án búvöru, grænmetis, ávaxta og bensíns. Í kjarnavísitölu 2 er að auki verðlag opinberrar þjónustu undanskilið. Kjarnavísitala 3 undanskilur til viðbótar áhrif af breytingum raunvaxta. Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Kjarnavísitala 1 Kjarnavísitala 2 Kjarnavísitala 3 Verðbólgumarkmið Mynd VIII-2 Verðbólga á ýmsa mælikvarða Janúar 2001 - október 2011 -2 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 22 12 mánaða breyting (%) Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands. Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs án húsnæðis Vísitala neysluverðs án skattaáhrifa Kjarnavísitala 3 án skattaáhrifa Verðbólgumarkmið ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 Mynd VIII-3 Dreifing verðhækkunar vísitölu neysluverðs1 Janúar 2001 - október 2011 12 mánaða breyting (%) Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði (v. ás) Vísitala neysluverðs (h. ás) 1. Hlutfall vöruflokka sem hækka í verði er 3 mánaða miðsett meðaltal. Heimild: Hagstofa Íslands. 0 10 20 30 40 50 60 70 80 90 100 0 2 4 6 8 10 12 14 16 18 20 ‘11‘10‘09‘08‘07‘06‘05‘04‘03‘02‘01 %

x

Peningamál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.