Peningamál - 01.11.2011, Qupperneq 67
ÞRÓUN OG HORFUR
Í EFNAHAGS- OG PENINGAMÁLUM
P
E
N
I
N
G
A
M
Á
L
2
0
1
1
•
4
67
þeim áætlunum sem gefa mesta og minnsta vöxtinn. Mynd 6 sýnir
sambærilega tilhneigingu í mati Hagstofunnar fyrir hagvöxt.
Efnahagskreppan og spár Seðlabankans
Í kjölfar banka- og gjaldeyriskreppunnar árið 2008 og alþjóðlegu
efnahagskreppunnar sem fylgdi í kjölfarið varð mikill samdráttur í efna-
hagsumsvifum hér á landi eins og í öðrum ríkjum, þótt samdrátturinn
hafi orðið með mesta móti hér á landi (sjá t.d. umfjöllun í kafla I). Það
er því áhugavert að skoða hversu vel tókst til við að sjá fyrir stærð
efnahagssamdráttarins árin 2009-2010.
Seðlabankinn birti fyrst spár fyrir árið 2010 í síðasta hefti
Peningamála árið 2007. Samkvæmt þeirri spá var gert ráð fyrir 2%
samdrætti landsframleiðslu árið 2009 en að hagvöxtur tæki síðan við
sér á ný árið 2010.6 Þessi spá endurspeglaði óhjákvæmilega aðlögun
þjóðarbúskaparins eftir ofþenslu áranna þar á undan. Eftir því sem
aðlöguninni í þjóðarbúskapnum sem bankinn spáði fyrir seinkaði varð
samdrátturinn sem spáð var dýpri. Í byrjun árs 2008 var spáð samdrætti
landsframleiðslu bæði árin 2009 og 2010 sem nam samtals 4%. Um
leið og fjármálakreppan skellur á haustið 2008 eru spár bankans hins
vegar endurskoðaðar verulega og þá gert ráð fyrir að landsframleiðslan
myndi samtals dragast saman um u.þ.b. 10% á árunum 2009-2010.
Athyglisvert er að þetta mat virðist ætla að ganga eftir, þótt samsetning
samdráttarins milli áranna tveggja hafi breyst. Í ljós hefur komið að
samdrátturinn árið 2009 var upphaflega ofmetinn og að stærri hluti
samdráttarins hafi færst yfir á árið 2010 en upphaflega var gert ráð fyrir.
Heildarsamdrátturinn er hins vegar sá sami og upphaflega var spáð,
sem verður að telja vel ásættanlegt í ljósi þess hve efnahagsskellurinn
er stór og án fordæmis í íslenskri nútíma hagsögu.
6. Rétt er að hafa í huga að á þessum tíma spáði Seðlabankinn einn innlendra spáaðila að
framundan væri efnahagssamdráttur og hlaut bankinn töluverða gagnrýni á sínum tíma
fyrir óhóflega svartsýni í spám sínum (sjá t.d. yfirlit yfir spár annarra greiningaraðila sem
bankinn birti reglulega í Peningamálum).
Hagvöxtur Hagvöxtur Uppsafnaður vöxtur
Peningamál 2009 2010 (samdráttur) 2009-10
PM 2007/3 -2,0 2,3 0,3
PM 2008/1 -2,5 -1,5 -4,0
PM 2008/2 -2,0 -1,9 -3,9
PM 2008/3 -8,3 -1,7 -9,9
PM 2009/1 -9,9 -0,8 -10,6
PM 2009/2 -11,0 -0,8 -11,7
PM 2009/3 -9,1 -2,2 -11,1
PM 2009/4 -8,5 -2,4 -10,7
PM 2010/1 -7,7 -3,4 -10,8
PM 2010/2 -6,5 -2,6 -8,9
PM 2010/3 -6,5 -1,9 -8,3
PM 2010/4 -6,8 -2,6 -9,2
PM 2011/1 -6,8 -2,7 -9,3
PM 2011/2 -6,9 -3,1 -9,8
PM 2011/3 -6,9 -3,1 -9,8
PM 2011/4 -6,7 -3,6 -10,1
Tafla 5 Hagvöxtur áranna 2009-2010 og spár Seðlabankans um stærð
efnahagssamdráttarins (%)
Heimildir: Hagstofa Íslands, Seðlabanki Íslands.
Breyting frá fyrra ári (%)
Mynd 6
Endurskoðun á hagvexti
Bil hæsta og lægsta mats Hagstofunnar
Síðasta mat Hagstofunnar
-15
-10
-5
0
5
10
15
‘01 ‘02 ‘03 ‘04 ‘05 ‘06 ‘07 ‘08 ‘09 ‘10 ‘11