Peningamál - 01.11.2011, Side 78

Peningamál - 01.11.2011, Side 78
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 78 Hinn 14. júlí tilkynnti umboðsmaður Alþingis Seðlabanka Íslands að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) teldu að reglur bankans nr. 492/2001, um verðtryggingu, skorti lagastoð. Samkvæmt 13. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 bæri að verðbæta greiðslur af lánum en ekki höfuðstól eins og reglurnar kvæðu á um. Því teldu HH innheimtu fjár- málastofnana á verðtryggðum kröfum óheimila. Í svarbréfi 30. ágúst benti Seðlabankinn á að reglurnar væru settar samkvæmt fyrirmælum í lögunum og að í framkvæmd væru greiðslur ætíð hinar sömu hvort sem farið væri eftir orðalagi laga eða reglna. Því gæti ekki verið um brot á lögmætisreglunni að ræða. Hinn 15. júlí gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð samkvæmt nýsett- um lögum og hækkaði veiðigjald á ígildi þorskkílós um 6,44 krónur í 9,46 krónur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gjaldinu hækka úr 2,7 ma.kr. á ári í 4,5 ma.kr. Stafar hækkunin bæði af auknum aflaheimildum og hækkun veiðigjaldsins. Hinn 21. júlí tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði afturkallað starfs- leyfi Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Hinn 26. júlí kom út ríkisreikningur fyrir árið 2010. Gjöld ríkissjóðs um- fram tekjur námu 123 ma.kr. samborið við 139 ma.kr. árið 2009. Tekjur án vaxta hækkuðu um 13½% vegna hækkunar skatttekna. Gjöld hækkuðu um 4% milli ára og fóru 7½% fram úr fjárlögum. Ef litið er fram hjá vöxtum, lífeyrisskuldbindingu, töpuðum kröfum og öðru sem tengist efnahagsáfallinu 2008, lækkuðu gjöld um 3% að nafnvirði og nær 8% að raunvirði og stóðust fjárlög á þann mælikvarða. Hinn 28. júlí var tilkynnt að Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefði gengið frá sölu á 52,4% hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í sam- ræmi við kaupsamning frá 18. janúar 2011. Kaupandi er SF1 slhf., félag í umsjón Stefnis hf. Viðskiptin hafa hlotið samþykki Fjármálaeftir- litsins og Samkeppniseftirlitsins. Ágúst 2011 Hinn 2. ágúst bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa alls 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið var liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjald- eyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið aðgerðanna var að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa á krónum í fyrra útboði og selja krónur aðilum sem voru tilbúnir til að eiga þær í a.m.k. fimm ár. Hinn 4. ágúst var greint frá því að EFTA-dómstóllinn hefði úrskurðað að íslenskum stjórnvöldum væri óheimilt að áskilja að starfsmenn, sem sendir eru tímabundið til Íslands, skuli njóta réttinda sem áskilin eru Íslendingum á íslenskum vinnumarkaði, ef réttindin eru umfram það sem greint er í tilskipun Evrópusambandsins um lágmarksvernd þess- ara starfsmanna. Hinn 16. ágúst greindi Seðlabanki Íslands frá niðurstöðum gjaldeyrisút- boðs sem lagt var fram 2. ágúst með útboðsfjárhæð 72 milljónir evra.

x

Peningamál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.