Peningamál - 01.11.2011, Síða 78

Peningamál - 01.11.2011, Síða 78
ANNÁLL P E N I N G A M Á L 2 0 1 1 • 4 78 Hinn 14. júlí tilkynnti umboðsmaður Alþingis Seðlabanka Íslands að Hagsmunasamtök heimilanna (HH) teldu að reglur bankans nr. 492/2001, um verðtryggingu, skorti lagastoð. Samkvæmt 13. gr. vaxtalaga nr. 38/2001 bæri að verðbæta greiðslur af lánum en ekki höfuðstól eins og reglurnar kvæðu á um. Því teldu HH innheimtu fjár- málastofnana á verðtryggðum kröfum óheimila. Í svarbréfi 30. ágúst benti Seðlabankinn á að reglurnar væru settar samkvæmt fyrirmælum í lögunum og að í framkvæmd væru greiðslur ætíð hinar sömu hvort sem farið væri eftir orðalagi laga eða reglna. Því gæti ekki verið um brot á lögmætisreglunni að ræða. Hinn 15. júlí gaf sjávarútvegsráðherra út reglugerð samkvæmt nýsett- um lögum og hækkaði veiðigjald á ígildi þorskkílós um 6,44 krónur í 9,46 krónur. Áætlaðar tekjur ríkissjóðs af gjaldinu hækka úr 2,7 ma.kr. á ári í 4,5 ma.kr. Stafar hækkunin bæði af auknum aflaheimildum og hækkun veiðigjaldsins. Hinn 21. júlí tilkynnti Fjármálaeftirlitið að það hefði afturkallað starfs- leyfi Glitnis banka hf. og Kaupþings banka hf. Hinn 26. júlí kom út ríkisreikningur fyrir árið 2010. Gjöld ríkissjóðs um- fram tekjur námu 123 ma.kr. samborið við 139 ma.kr. árið 2009. Tekjur án vaxta hækkuðu um 13½% vegna hækkunar skatttekna. Gjöld hækkuðu um 4% milli ára og fóru 7½% fram úr fjárlögum. Ef litið er fram hjá vöxtum, lífeyrisskuldbindingu, töpuðum kröfum og öðru sem tengist efnahagsáfallinu 2008, lækkuðu gjöld um 3% að nafnvirði og nær 8% að raunvirði og stóðust fjárlög á þann mælikvarða. Hinn 28. júlí var tilkynnt að Eignasafn Seðlabanka Íslands ehf. hefði gengið frá sölu á 52,4% hlut í Sjóvá-Almennum tryggingum hf. í sam- ræmi við kaupsamning frá 18. janúar 2011. Kaupandi er SF1 slhf., félag í umsjón Stefnis hf. Viðskiptin hafa hlotið samþykki Fjármálaeftir- litsins og Samkeppniseftirlitsins. Ágúst 2011 Hinn 2. ágúst bauðst Seðlabanki Íslands til að kaupa alls 72 milljónir evra gegn greiðslu í ríkisverðbréfum. Útboðið var liður í losun hafta á fjármagnsviðskiptum, samanber áætlun Seðlabankans um losun gjald- eyrishafta frá 25. mars 2011. Markmið aðgerðanna var að endurheimta þann gjaldeyri sem Seðlabankinn nýtti til kaupa á krónum í fyrra útboði og selja krónur aðilum sem voru tilbúnir til að eiga þær í a.m.k. fimm ár. Hinn 4. ágúst var greint frá því að EFTA-dómstóllinn hefði úrskurðað að íslenskum stjórnvöldum væri óheimilt að áskilja að starfsmenn, sem sendir eru tímabundið til Íslands, skuli njóta réttinda sem áskilin eru Íslendingum á íslenskum vinnumarkaði, ef réttindin eru umfram það sem greint er í tilskipun Evrópusambandsins um lágmarksvernd þess- ara starfsmanna. Hinn 16. ágúst greindi Seðlabanki Íslands frá niðurstöðum gjaldeyrisút- boðs sem lagt var fram 2. ágúst með útboðsfjárhæð 72 milljónir evra.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Peningamál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Peningamál
https://timarit.is/publication/1144

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.