Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 28
26
GLOÐAFEYKIR
Nýja sláturhúsið tekið í notkun 18. september 1973. A myndinni má þekkja
Gísla Magnússon, formann kaupfélagsstjórnar, Stein Steinsson og Guðmund
Andrésson, dýralœkna.
frystihús í félagi við Sláturfélagið með það fyrir augum að hefja
útflutning á nýju kjöti, sem þá virtist markaður fyrir. En
saltkjötsmarkaður hafði þá mjög dregist saman. Ekki varð af
samstarfi við Sláturfélagið og hóf því kaupfélagið eitt byggingu
frystihússins 1928. Var húsið notað í 25 ár eða þar til frystihús var
byggt úti á Eyri. Ári síðar byggði kaupfélagið sláturhús norðan við
frystihúsið. Þessi hús standa enn þegar þetta er ritað og hýsa bílabúð
og vélaverkstæði félagsins. Þetta sláturhús var í notkun til 1953, eða
þar til öll þessi starfsemi fluttist út á Eyri. En það var síðari hluta árs
1947, að tekin var ákvörðun um byggingu nýs sláturhúss úti á Eyri.
Bygging þess hófst 1949. Ári síðar var hafin bygging frystihúss, áfast
sláturhúsinu. Það var tekið í notkun 1953 og var þá eitt veglegasta og
best búna sláturhús á landinu.
Það er svo 15 árum síðar, eða á aðalfundi 1968, sem greint er frá
hugmyndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins um að byggja fá en stór