Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 30

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 30
28 GLOÐAFEYKIR svæðið var Hólahreppur, Viðvíkurhreppur og Rípurhreppur. Annað svæði var Akrahreppur milli Bólu og Þverár, og Seyluhreppur út að Grófargili. Loks var þriðja svæðið, Lýtingsstaðahreppur, Seyluhreppur utan Grófargils og Staðarhreppur. Þar sem ekki voru vegir urðu framleiðendur að sjá sjálfir um flutning á mjólkinni í veg fyrir mjólkurbílinn. Kaupfélagsmenn hvöttu mjög til vegabóta í sýslunni og má segja að 1950 hafi verið komnir vel akfærir vegir um allar sveitir nema til stöku bæja. Tankvœðingin krafðist mikilla fjárfestinga hjá bændum. A myndinni sjáum við hluta tœkjabúnaðar í mjólkurhúsinu í Utvík. Ekki hafði mjólkursamlagið starfað lengi þegar í ljós kom. að gamla samlagshúsið var alls ófullnægjandi, enda urðu umsvif í mjólkurframleiðslu meiri með hverju ári sem leið. A aðalfundi árið 1946 var kosin húsbygginganefnd til að fjalla um húsnæðismál félagsins almennt. Gerði hún það að tillögu sinni að reist skyldi nýtt samlagshús á hentugum stað. Hinu húsinu skyldi breytt í sölubúðir. Þegar hér var komið var raunar búið að skilja mjólkursamlagið frá K.S. þannig að það laut sjálfstæðri stjórn og fjármál voru sér. Bygging nýs mjólkursamlagshúss hófst 1947, en gekk hægt vegna fjárskorts. Var samþykkt á aðalfundi 1948 að K.S. lánaði samlaginu fé til

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.