Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 36

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 36
34 GLOÐAFEYKIR Bifreiðaverkstœði K.S. Guðmundur Valdimarsson og Jón Stefánsson. var önnur slík tillaga samþykkt, og þá lögð meiri áhersla á að hafa varahluti til sölu. A aðalfundi 1939 var samþykkt að kaupfélagið ætti og ræki bifreið. Bílar voru orðnir allmargir í héraðinu um þetta leyti og kallaði það fljótt á varahluta- og viðgerðaþjónustu. Var því ákveðið að koma upp verkstæði, sem annaðist viðhald bíla og búvéla. Keypt voru nauðsynleg áhöld til þeirrar starfsemi og komið upp húsi. Verkstæðið tók til starfa 1946. Eftir stríðið fjölgaði mjög bílum og ýmsum vélum, einkum dráttarvélum. Þetta kallaði á meiri viðgerðarþjónustu. Verkstæðis- húsið, sem byggt var 1946, var ekki stórt og í raun of lítið strax frá upphafi. Því var ákveðið 1954 að ráðast í að auka við húsnæðið. Var byggt hús sem tengdi saman gamla frystihúsið við Freyjugötu og gæruhúsið sem stóð fram á sjávarkambinum austan við frystihúsið. Var öll starfsemi verkstæðisins flutt þangað. Ari seinna var sett upp varahlutaverslun í tengslum við verkstæðið. Þessi hús eru enn í notkun, en samkvæmt nýlega samþykktu deiliskipulagi Sauðárkróksbæjar, eiga þau að víkja fyrir íbúðarhúsum sem þarna eiga að rísa.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.