Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 37
GLOÐAFEYKIR
35
Við opnun útibús K.S. í Varmahlíð 1968. Guðmann Tobíasson útibússtjóri,
Sveinn Guðmundsson kaupfélagsstjóri, Tobías Sigurjónssonformaður stjórnar,
Halldór Benediktsson deildarstjóri.
Útibúið í Varmahlíð
Meðan samgöngur voru erfiðar og vegalengdir lutu öðrum
lögmálum en nú er, varð mönnum tíðrætt um nauðsyn þess, að
kaupfélagið kæmi upp útibúum í sveitunum. Sterkust var umræðan
um útibú í Varmahlíð.
Um 1930 var talað um að byggja þar sláturhús, síðar vélaverkstæði.
Af því varð þó ekki.
Arið 1950 var jörðin Hof, sem er ríkiseign, tekin á leigu og
mannvirki á jörðinni keypt og fyrirhugað að byggja þar a.m.k.
verslunarhús.
Ekki varð af því að byggja á Hofí, heldur fengin önnur lóð og
bygging hafin 1965. Þar var opnuð verslun 1968.
Þessi verslun þjónar nágrannabyggðum og þó einkum
ferðamannaverslun, sem hefur stóraukist. Því var aukið við húsnæðið
1977. I september 1980 varð eldur laus í verslunarhúsinu og brann allt,
sem inni var og húsið stórskemmdist.
Brugðið var skjótt við og húsið endurbyggt með nokkurri viðbót.
Var verslunin opnuð aftur nokkru fyrir jól.