Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 45

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 45
GLOÐAFEYKIR 43 föður, blindan að kalla, og farlama systur, sem fékk áfall fyrir nokkrum árum, af þvílíkri tillitssemi, alúð og umhyggju, að víst má fágætt telja. Og þó vann hún úti hálfan daginn, meðan sjálfri entist heilsa. Hún var hetja, þessi smávaxna kona. Björn Gíslason frá Sauðárkróki, verkamaður í Reykjavík, andaðist hinn 21. júní 1977. Hann var fæddur að Stóru-Seylu á Langholti 17. jan. 1914, sonur Gísla húsmanns þar Konráðssonar bónda í Brekkukoti fremra í Blönduhlíð, Bjarnasonar, og konu hans Guðnýjar Stefánsdóttur bónda á Halldórs- stöðum á Langholti, Bjarnasonar. Voru þeir hálfbræður samfeðra, Konráð í Brekkukoti, afi Björns, og Stefán á Halldórsstöðum, en konur þeirra, Rósa og Aðalbjörg Magnús- dætur, alsystur, og foreldrar Björns því hvort tveggja, bræðra- og systrabörn. Þau Halldórsstaðahjón voru foreldrar Páls, sjá Glóðaf. 9, bls. 43, og Haralds bónda í Brautarholti, sjá Glóðaf. 16, bls. 59, og þeirra systkina. Var Björn Gíslason þremenningur við Stefán Islandi óperu- söngvara. Er sönghneigð og hljómlistargáfa eðlislæg meðal þeirra ættmenna margra. Fyrstu árin mun Björn hafa verið með foreldrum sínum, en sambúð þeirra stóð skamma hríð. slitu samvistum meðan Björn var enn barn að aldri. ,,Var síðan Björn með móður sinni í vinnumennsku á ýmsum bæjum í Seyluhreppi. Ungur að árum mun hann hafa farið að vinna fyrir sér, en um tvítugsaldur, þá nýlega fluttur til Sauðárkróks, tók hann illkynjaðan sjúkdóm, er varð þess valdandi, að hann lá á sjúkrahúsi árum saman, fékk þó nokkra heilsu aftur, en gekk aldrei heill til skógar, og bar útlit hans því nokkur merki æ síðan”. (St. M.) Um hríð stundaði hann bifreiðaakstur, m.a. hjá Kaupfélagi Skagfirðinga, svo og ýmsa létta vinnu. „Hann var mjög handlaginn og kom það sér vel eftir að heilsan bilaði; vann hann þá að ýmsum smáiðnaði heima hjá sér, svo sem innrömmun mynda o. fl. Síðustu árin dvaldi hann í Björn Gíslason

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.