Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 48

Glóðafeykir - 01.04.1989, Qupperneq 48
46 GLOÐAFEYKIR Árin 1927-1929 nytjaði Óskar Minni-Akra að hluta, en var enn til heimilis í Miðhúsum. Árið 1933 kvæntist hann Sigrúnu Sigurðardóttur bónda og kennara á Sleitustöðum, Þorvaldssonar og konu hans Guðrúnar Sigurðardóttur bónda á Víðivöllum i Blönduhlíð. Var Sigrún alsystir Gísla á Sleitustöðum, sjá Glóðaf. 14, bls. 76, en móðursystir þeirra var Lilja í Ásgarði, sjá Glóðaf. 16, bls. 75. Þau Óskar og Sigrún settu þegar saman bú á Minni-Ökrum, enfluttu 1935 að Sleitustöðum og bjuggu þar alla stund síðan meðan bæði lifðu, fyrst og lengi í sambýli við foreldra Sigrúnar og síðar bróður, Sigurð bónda. Var sambýlið á Sleitustöðum rómað fyrir tillitssemi á báða bóga og einstaka samheldni fjölskyldnanna. Eru fleiri íbúðarhús í einu og sama túni þar á Sleitustöðum en til þekkist annars staðar og bera því ljósan vott, hversu traust hafa reynst fjölskylduböndin á þeim bæ. Óskar á Sleitustöðum var hlédrægur maður og vék sér undan opinberum störfum þótt betur væri fallinn en margur annar fyrir réttsýni sakir og sanngirni. Settur var hann hreppstjóri langtímum saman, er tengdafaðir hans, Sigurður hreppstjóri var að heiman við kennslustörf. Hann var farsæll bóndi, hafði gott og gagnsamt bú, eljusamur og sívinnandi, og frá verki hné hann niður daginn áður en hann lést, þessi verkmikli maður. Tvö eru börn þeirra hjóna: Þorvaldur, bifvélavirki og verkstæðiseigandi á Sleitustöðum og Arndís húsfrevja á Framnesi í Blönduhlið. Óskar Gislason var meðalmaður á vöxt og vel farinn allur, fölleitur ásýndum, fullur að vöngum. drengilegur í sjón í viðmóti og allri kynningu. Hann var greindur vel. hagmæltur og hneigður til lestrar, vinur söngs og hljóma. Hann var greiðamaður og góðviljaður, geðþekkur stilltur og prúður í öllu fari, vinmargur og vammlaus maður á hverja grein. Marvin Þorleifsson, bóndi í Enni og síðar að Sandfelli á Höfðaströnd, andaðist 3. ágúst 1977. Fæddur var hann að Hrauni í Unadal 10. apríl 1895, sonur Þorleifs bónda þar Pálssonar, bónda á Auðnum í Ólafsfirði. Jónssonar, og konu hans Margrétar Ingólfsdóttur hins sterka, bónda að Naustum o. v., Sigmundssonar, en kona Ingólfs og móðir Margrétarvar Ingibjörg Benjamínsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Glóðafeykir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.