Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 57

Glóðafeykir - 01.04.1989, Side 57
GLÓÐAFEYKIR 55 Sigurður Þórðarson, fyrrverandi bóndi á Egg í Hegranesi, lést 12. jan. 1978. Hann var fæddur á Hnjúki í Skíðadal 10. okt. 1879, og því fullum ársfjórðungi betur en 98 ára, er kallið kom. Foreldrar: Þórður bóndi á Hnjúki Jónsson bónda þar, Þórðarsonar eldra bónda s.st., Jónssonar bónda á Hrappsstöðum í Svarfaðardal, Þórðarsonar, og kona Þórðar yngra Halldóra Jónsdóttir bónda í Holárkoti Péturssonar og konu hans Guðlaugar Rögnvaldsdóttur. Sigurður óx upp með foreldrum sínum á Hnjúki, hinn 5. í aldursröð 8 alsystkina, átti auk þess tvö hálfsystkini samfeðra. Þau Hnjúkshjón voru sæmilega efnum búin, enda gædd einstökum áhuga, dugnaði og atorku. Var börnunum haldið snemma til vinnu og eigi slakað á, svo að nú mundi talin fullkomin vinnuharka og jafnvel þrældómur. En öll voru þau systkini búin miklum manndómi og atorku, svo að orð fór af, og reyndust samkvæmt því er til aldurs komust og þroska. Um tvítugsaldur fór Sigurður til náms við bændaskólann á Hólum í Hjaltadal og lauk búfræðiprófi 1901. Áður hafði hann eitthvað stundað barnakennslu í átthögum sínum, en eftir Hóladvöl sína ól hann aldur sinn allan hér í Skagafirði. Var barnakennari í Hegranesi veturna 1902-1905, en vann að jarðabótum á sumrum. Árið 1905 kvæntist Sigurður Pálínu rjómabústýru Jónsdóttur bónda á Egg, Guðmundssonar bónda á Sleitustöðum í Kolbeinsdal, Einarssonar, og konu hans Sigríðar Pálsdóttur bónda á Syðri- Brekkum í Blönduhlíð. Voru þau þremenningar að frændsemi, því Páll á Brekkum, móðurfaðir Pálínu, var albróðir Jóns á Hnjúki, föðurbróður Sigurðar. Móðir Sigríðar á Egg og fyrri kona Páls var Sunneva Þorkelsdóttir bónda á Tungufelli í Svarfaðardal, Jónssonar. Þau Sigurður og Pálína hófu búskap á Hafsteinsstöðum í Staðarhreppi árið 1906 og bjuggu þar til 1908, þá eitt ár á Syðri- Hofdölum, tvö ár að Rein í Hegranesi, en færðu byggð sína árið 1911 að næsta bæ, Egg, föðurleifð Pálínu, og bjuggu þar upp þaðan. Sigurður missti konu sína síðla árs 1942, en bjó áfram með dætrum Sigurður Þórðarson

x

Glóðafeykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.