Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 69

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 69
GLÓÐAFEYKIR 67 Heiðbjörtu. Bæði voru vel gerð á allan hátt, bæði voru áhugasöm og dugleg. Þau höfðu rétt lokið við að koma sér upp íbúðarhúsi í Borgargerði og voru nýlega flutt í það. Hér virtust allar götur greiðar. Hún vann í sjúkrahúsinu, örskammt frá heimili þeirra, hann gat valið um atvinnu, en var mjög hneigður til búsýslu og „staðráðinn í að fara að búa”. En eigi sér langt um fætur fram. Banvænn sjúkdómur reið honum að fullu á fáum dögum. Bjartar vonir, sem við hann voru tengdar, myrkvuðust á einni örskotsstund. Þau hjón áttu eina dóttur barna, Hlíf, þriggja ára gamla. ísak Þorfinnsson var meðalmaður á vöxt, vel á sig kominn, mikill léttleikamaður og ágætlega íþróttum búinn, bauð af sér á allan hátt hinn besta þokka. Hann var prýðilega greindur, vel að sér um margt og svo hagur á hendur, að fágætt mátti telja. Hann var jafnan glaður og reifur, gæddur miklum lífsþrótti og starfsgleði, snyrtimaður og prúður í öllum háttum, geðríkur nokkuð, en hafði fullkomið vald á skapsmunum sínum. Að honum var mikill mannskaði, svo ungum atgervismanni. Haraldur Jónasson, fyrrverandi hreppstjóri og bóndi á Völlum í Hólmi, andaðist hinn 30. apríl 1978. Hann var fæddur á Völlum 9. ágúst 1895 og átti þar heima alla ævi. Foreldrar: Jónas bóndi á Völlum Egilsson sýslunefndarmanns og bónda á Skarðsá í Sæmundarhlíð, Gottskálks- sonar hreppstjóra á Völlum, Egilssonar, og bústýra hans Anna Kristín Jónsdóttir síðast bónda í Garðshorni á Höfðaströnd o. v„ Jónssonar, og konu hans Kristínar Sölvadóttur bónda á Þverá í Hrolleifsdal, Þorlákssonar. Voru þeir hálfbræður sam- mæðra, Haraldur og Jón á Syðri- Húsabakka, sjá Glóðaf. 14, bls. 85. Haraldur ólst upp með foreldrum sínum á Völlum. Stundaði nám í unglingaskóla Árna Hafstað í Vík, síðan í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og lauk prófi þaðan 1915. Var ágætur námsmaður. Reisti bú á Völlum 1917 og bjó þar óslitið fram á áttræðisaldur, frá 1949 móti Jónasi syni sínum. Eigi var hann umsvifamaður í búnaði, en góður og traustur Haraldur Jónasson
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.