Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 69
GLÓÐAFEYKIR
67
Heiðbjörtu. Bæði voru vel gerð á allan hátt, bæði voru áhugasöm og
dugleg. Þau höfðu rétt lokið við að koma sér upp íbúðarhúsi í
Borgargerði og voru nýlega flutt í það. Hér virtust allar götur greiðar.
Hún vann í sjúkrahúsinu, örskammt frá heimili þeirra, hann gat valið
um atvinnu, en var mjög hneigður til búsýslu og „staðráðinn í að fara
að búa”. En eigi sér langt um fætur fram. Banvænn sjúkdómur reið
honum að fullu á fáum dögum. Bjartar vonir, sem við hann voru
tengdar, myrkvuðust á einni örskotsstund.
Þau hjón áttu eina dóttur barna, Hlíf, þriggja ára gamla.
ísak Þorfinnsson var meðalmaður á vöxt, vel á sig kominn, mikill
léttleikamaður og ágætlega íþróttum búinn, bauð af sér á allan hátt
hinn besta þokka. Hann var prýðilega greindur, vel að sér um margt og
svo hagur á hendur, að fágætt mátti telja. Hann var jafnan glaður og
reifur, gæddur miklum lífsþrótti og starfsgleði, snyrtimaður og prúður
í öllum háttum, geðríkur nokkuð, en hafði fullkomið vald á
skapsmunum sínum. Að honum var mikill mannskaði, svo ungum
atgervismanni.
Haraldur Jónasson, fyrrverandi hreppstjóri og bóndi á Völlum í
Hólmi, andaðist hinn 30. apríl 1978.
Hann var fæddur á Völlum 9. ágúst 1895 og átti þar heima alla ævi.
Foreldrar: Jónas bóndi á Völlum Egilsson sýslunefndarmanns og
bónda á Skarðsá í Sæmundarhlíð, Gottskálks-
sonar hreppstjóra á Völlum, Egilssonar, og
bústýra hans Anna Kristín Jónsdóttir síðast
bónda í Garðshorni á Höfðaströnd o. v„
Jónssonar, og konu hans Kristínar
Sölvadóttur bónda á Þverá í Hrolleifsdal,
Þorlákssonar. Voru þeir hálfbræður sam-
mæðra, Haraldur og Jón á Syðri-
Húsabakka, sjá Glóðaf. 14, bls. 85.
Haraldur ólst upp með foreldrum sínum á
Völlum. Stundaði nám í unglingaskóla Árna
Hafstað í Vík, síðan í Gagnfræðaskólanum á
Akureyri og lauk prófi þaðan 1915. Var
ágætur námsmaður. Reisti bú á Völlum 1917
og bjó þar óslitið fram á áttræðisaldur, frá
1949 móti Jónasi syni sínum. Eigi var hann
umsvifamaður í búnaði, en góður og traustur
Haraldur
Jónasson