Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 73

Glóðafeykir - 01.04.1989, Síða 73
GLÓÐAFEYKIR 71 og naut hins mesta ástríkis þeirra. Hún er hjúkrunarfræðingur, hefur sérmenntað sig erlendis og er nú námsstjóri hjúkrunarnáms. Friðriks Jónsson var ríflega meðalmaður á vöxt og vei á sig kominn, fríðleiksmaður. Hann var ágætlega greindur, fasprúður, söngmaður góður og glaður í vinahópi, mikill verklundarmaður og dugnaðargarpur. Til marks um verklund hans ogkappgirni erm.a.,að eftir að hann var orðinn handlama að nokkru sakir brjóskeyðingar í handlegg og hættur útgerð, fór hann til Suðurnesja margar vertíðir og vann að saltfiskverkun, m.a. hjá Tómasi Þorvaldssyni í Grindavík, en með þeim tókst góð vinátta. Friðrik Jónsson var traustur maður, „hvergi veill eða hálfur”, vinsæll og lifði lífi sínu í góðvild til annarra manna. Margrét Benjamínsdóttir frá Ingveldarstöðum í Hjaltadal, andaðist 20. maí 1978. Hún var fædd að Ingveldarstöðum 19. nóv. 1884, dóttir Benjamíns bónda þar Friðfinnssonar og konu hans Elínar Guðmundsdóttur. Var Margrét alsystir þeirra Ingveldarstaða- bræðra, Sigurjóns bónda á Nautabúi í Hjaltadal, sjá Glóðaf. 9, bls. 50, Guðmundar bónda í Smiðsgerði í Kolbeinsdal, Glóðaf. 12, bls. 51 og Gísla, verslunarmanns í Hofsósi, Glóðaf. 22, bls. 46. Tíu voru börn þeirra Ingveldarstaðahjóna og var Margrét hin fjórða í röð þeirra sjö er upp komust. Eigi var auður í garði á Ingveldarstöðum, enda jarðnæðið frekar rýrt en fjölskyldan stór. Allt bjargaðist þó vel af og urðu börnin hinir nýtustu þegnar, dugmikil og traust. Féll Margrét síðust í valinn þeirra systkina. „Margrét dvaldist jafnan með foreldrum sínum meðan öll lifðu og gerði ekki víðreist um dagana, nema hvað hún dvaldi hluta úr ári á Héraði austur”. Einn vetur stundaði hún og nám í Kvennaskólanum á Blönduósi. „í hennar hlut kom að vera burðarás heimilisins á Ingveldarstöðum eftir að bræður hennar hurfu að heiman. Gekk hún þá að öllum verkum er að búskap lutu, innan húss
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Glóðafeykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.