Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 75

Glóðafeykir - 01.04.1989, Blaðsíða 75
GLÓÐAFEYKIR 73 en hálfa öld, en hafði að vísu síðustu árin fært búið að mestu yfir á hendur sonar síns. Steindór í Birkihlíð var einn af vormönnum Islands. i sporum hans greri grasið. Hann settist á kostarýra jörð, en skilaði einu hinu fegursta góðbýli. Hann reisti öll hús af grunni, hann ræktaði víðlend tún. Og allar framkvæmdir voru markaðar þvílíkri vandvirkni, að fágætt má telja. Þrifnaður og snyrtimennska blasti hvarvetna við auga, úti jafnt sem inni, og áttu þar hjónin óskilinn hlut. „Varð Birkihlið fyrir valinu, þegar í fyrsta sinni (1968) var veitt viðurkenning úr Fegrunarsjóði Spari- sjóðs Sauðárkróks fyrir góðan umgang og þrifnað”. Steindór fór vel með allar skepnur. Hann var dugmikill og forsjáll að sama skapi. í hvívetna sómi sinnar stéttar. Steindór í Birkihlíð var framgjarn bóndi en eigi framagjarn maður. Þó fékk hann eigi undan vikist ýmsum trúnaðarstörfum, enda naut hann hvers manns trausts fyrir trúmennsku sakir, árvekni og reglusemi í hverju starfi, er honum var falið að inna af hendi. Hann sat í hreppsnefnd Staðarhrepps 1933-1936, í stjórn búnaðarfélags hreppsins 1935-1972 og formaður félagsins frá 1944, fjallskilastjóri langa hrið og formaður fjallskilastjórnar Staðarafréttar. Mörg ár var hann fulltrúi á aðalfundum Kaupfélags Skagfirðinga, Mjólkursamlags Skagfirðinga og Búnaðarsambands Skagfirðinga. Hann sat í sóknarnefnd Reynistaðarsóknar 1941-1965, söng í kirkjukór Reynistaðarkirkju í áratugi og var formaður kórsins um langt skeið. Arið 1924 kvæntist Steindór Elínóru Jónsdóttur bónda á Eyvindarstöðum í Blöndudal, Jónssonar og Elínbetar Gísladóttur, mikilli myndarkonu. Lifir hún mann sinn. Sonur þeirra er Sólberg, bóndi í Birkihlíð. Steindór Benediktsson var ríflega meðalmaður á velli, beinvaxinn og að öllu vel á sig kominn. Hann var dökkur á yfirbragð, grannleitur og skarpleitur, svipurinn ákveðinn og festulegur og bar þess ljósan vott, að þar fór enginn veifiskati. Hann var greindur maður, unni hljómlist og söng, geðríkur að eðlisfari og þó manna ljúfastur í öllu samstarfi. Hann var gæddur ríkri ábyrgðarkennd og einlægum Sleinþór Benediklsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Glóðafeykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.