Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 80

Glóðafeykir - 01.04.1989, Page 80
78 GLOÐAFEYKIR Að atlíðandi miðju ári 1968 fór Guðrún á ellideild Héraðssjúkrahúss Skagfirðinga og þar var heimili hennar síðasta áratuginn. Lengstum var hún fleyg ogfær, vmist las eða vann að hannyrðum af þvílíkri list, að undrun sætti. Guðrún Sveinsdóttir var há oggrannvaxin, eigi smáfríð en sópaði að henni. Hún var greind kona og vel að sér ger, gædd miklum kjarki og stálslegnum vilja. Hún var sannur arftaki hinna ,,fornu dyggða”: heillyndi og skyldurækni, orðheldni. sparsemi og nýtni, kröfuhörku við sjálfa sig. Hún var höfðingskona og stórgjöful. Sinni gömlu sóknarkirkju í Goðdölum gaf hún messuhökul fagran. Húngaf allan búnað í eitt herbergi á ellideild Héraðssjúkrahússins, og skyldi stofan bera nafn Bjarnastaðahlíðar. A árinu 1972 gaf hún stórgjöf til stofnunar sjóðs, er styrkja skyldi krabbameinsrannsóknir, hjarta- og æðaverndarrannsóknir. Nemur sjóðurinn nú um 10 milljónum króna og hafa þegar verið framkvæmdar víðtækar hjartaverndarrannsóknir í héraðinu fyrir framlög úr sjóðnum. Fyrir þremur árum stofnaði hún vænan sjóð til styrktar námfúsum frændum sínum. Guðrún var hugsjónarík og gædd miklu framkvæmdaþreki. Hún hafði m.a. mikinn áhuga á og nokkra forgöngu um skógrækt. Hún kom víða við og hvarvetna til góðs.

x

Glóðafeykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Glóðafeykir
https://timarit.is/publication/1145

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.