Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.04.1987, Side 159

Skírnir - 01.04.1987, Side 159
SKÍRNIR RITDÓMAR 153 ekki held ég hann hafi haft neina samhangandi þekkingu á heimspekilegum skoðunum, því hann las allt á stangli og á hlaupum, lét pappír utan um bækurnar og geymdi þær niðri í kistu."1 Nú er það vitað, að Benedikt Gröndal átti til að taka nokkuð djúpt í árinni, þegar hann felldi dóma um menn. Hins vegar skín það víða í gegn í ævisögu Benedikts, að honum var hlýtt til Hannesar. Það er því engin ástæða til að bera brigður á, að lýsing hans á Hannesi sé nærri lagi. Þótt litlum sögum hafi farið af „samhangandi þekkingu" Hannesar Arnasonar á heimspekilegum skoðunum, mun nafn hans löngum verða tengt heimspekiiðkan Islendinga. Ástæðan er sú, að í erfðaskrá sinni mælti hann svo fyrir, að eftir hans dag skyldu nær allar eigur hans renna í styrktarsjóð til eflingar heimspekilegum vísindum á Islandi. Hannes segir í „Testamenti" sínu, að ástæðan fyrir þessari ráðstöfun sé „sú sannfæring, að engin vísindi muni jafn mentandi og jafn vel löguð til að bæta manninn í öllu tilliti sem heimsspeki og heimsspekileg vísindi“.2 Þessa viðhorfs, að heimspekileg vísindi séu til þess fallin að hefja menn á hærra stig, gætir einnig í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum Sigurðar Nordal, sem höfundur flutti í Reykjavík veturinn 1918-19 og nú hafa verið prentaðir.3 Viðfangsefni Sigurðar í þessum lestrum eru hugtökin einlyndi og marglyndi. Eins og orðin gefa til kynna fjalla lestrarnir framar öðru um ákveðin öfl og hræringar í vitundarlífi manna. Sigurður notar hugtökin ein- lyndi og marglyndi í þrenns konar merkingu: í fyrsta lagi sem heiti á and- stæðum kröftum, sem togast á í undirdjúpum sálarlífsins, í öðru lagi til að lýsa tveimur ólíkum skapgerðareinkennum og í þriðja lagi sem nöfn á hug- sjónum eða „sjálfráðum lífsstefnum". Fyrir þann sem ungur hreifst af þeim ljóðrænu töfrum og lífsvisku, sem Sigurður Nordal tvinnaði saman í sög- unni af Alfi frá Vindhæli kemur innihald þessara fyrirlestra í fáum tilvikum á óvart. Að vísu fer höfundur annars konar höndum um efnið, en undir- staðan er ein og söm. Þorsteinn Gylfason getur þess í Inngangi, að fyrir Sigurði hafi lífs- skoðanir og hugsunarhættir verið „það sem allt valt á í veröldinni" (xxxiii). Þorsteinn minnist reyndar á þetta í sömu andrá og hann víkur að andstöðu Sigurðar við þá heimspeki 20stu aldar, sem einkum fæst við orðskýringar og málrýni. Það kemur síst á óvart, að Sigurður Nordal skyldi hafa litlar taugar til slíkra fræða. Hvarvetna blasir það við í fyrirlestrum Sigurðar, Einlyndi og marglyndi, að það er manneskjan sjálf í sigrum hennar og ósigrum, upphefð og niðuriægingu, sælu og sút, sem átti hug höfundar allan. Sigurði er í mun að gera sjálfum sér og tilheyrendum grein fyrir undirstöðum og hreyfiöflum mannlegrar breytni. Á skipulegan hátt freist- ar hann þess að rekja alla þá margslungnu þræði, sem háttalag manna er ofið úr. I því sambandi gerir hann sér sérstakt far um að greiða úr flækju tilfinn- inga- og hvatalífsins, sem er að sjálfsögðu mikilvæg uppspretta mannlegra athafna. Margar þeirra hugmynda, sem reifaðar eru á þessum blöðum, eru mjög áhugaverðar og bera djúphygli og skarpskyggni höfundar ótvírætt vitni. Það gildir ekki síst um athuganir hans á ýmsum þeirra duldu krafta
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.