Skírnir - 01.04.1987, Qupperneq 159
SKÍRNIR
RITDÓMAR
153
ekki held ég hann hafi haft neina samhangandi þekkingu á heimspekilegum
skoðunum, því hann las allt á stangli og á hlaupum, lét pappír utan um
bækurnar og geymdi þær niðri í kistu."1 Nú er það vitað, að Benedikt
Gröndal átti til að taka nokkuð djúpt í árinni, þegar hann felldi dóma um
menn. Hins vegar skín það víða í gegn í ævisögu Benedikts, að honum var
hlýtt til Hannesar. Það er því engin ástæða til að bera brigður á, að lýsing
hans á Hannesi sé nærri lagi. Þótt litlum sögum hafi farið af „samhangandi
þekkingu" Hannesar Arnasonar á heimspekilegum skoðunum, mun nafn
hans löngum verða tengt heimspekiiðkan Islendinga. Ástæðan er sú, að í
erfðaskrá sinni mælti hann svo fyrir, að eftir hans dag skyldu nær allar eigur
hans renna í styrktarsjóð til eflingar heimspekilegum vísindum á Islandi.
Hannes segir í „Testamenti" sínu, að ástæðan fyrir þessari ráðstöfun sé „sú
sannfæring, að engin vísindi muni jafn mentandi og jafn vel löguð til að
bæta manninn í öllu tilliti sem heimsspeki og heimsspekileg vísindi“.2
Þessa viðhorfs, að heimspekileg vísindi séu til þess fallin að hefja menn
á hærra stig, gætir einnig í Hannesar Árnasonar fyrirlestrum Sigurðar
Nordal, sem höfundur flutti í Reykjavík veturinn 1918-19 og nú hafa verið
prentaðir.3 Viðfangsefni Sigurðar í þessum lestrum eru hugtökin einlyndi
og marglyndi. Eins og orðin gefa til kynna fjalla lestrarnir framar öðru um
ákveðin öfl og hræringar í vitundarlífi manna. Sigurður notar hugtökin ein-
lyndi og marglyndi í þrenns konar merkingu: í fyrsta lagi sem heiti á and-
stæðum kröftum, sem togast á í undirdjúpum sálarlífsins, í öðru lagi til að
lýsa tveimur ólíkum skapgerðareinkennum og í þriðja lagi sem nöfn á hug-
sjónum eða „sjálfráðum lífsstefnum". Fyrir þann sem ungur hreifst af þeim
ljóðrænu töfrum og lífsvisku, sem Sigurður Nordal tvinnaði saman í sög-
unni af Alfi frá Vindhæli kemur innihald þessara fyrirlestra í fáum tilvikum
á óvart. Að vísu fer höfundur annars konar höndum um efnið, en undir-
staðan er ein og söm.
Þorsteinn Gylfason getur þess í Inngangi, að fyrir Sigurði hafi lífs-
skoðanir og hugsunarhættir verið „það sem allt valt á í veröldinni" (xxxiii).
Þorsteinn minnist reyndar á þetta í sömu andrá og hann víkur að andstöðu
Sigurðar við þá heimspeki 20stu aldar, sem einkum fæst við orðskýringar
og málrýni. Það kemur síst á óvart, að Sigurður Nordal skyldi hafa litlar
taugar til slíkra fræða. Hvarvetna blasir það við í fyrirlestrum Sigurðar,
Einlyndi og marglyndi, að það er manneskjan sjálf í sigrum hennar og
ósigrum, upphefð og niðuriægingu, sælu og sút, sem átti hug höfundar
allan. Sigurði er í mun að gera sjálfum sér og tilheyrendum grein fyrir
undirstöðum og hreyfiöflum mannlegrar breytni. Á skipulegan hátt freist-
ar hann þess að rekja alla þá margslungnu þræði, sem háttalag manna er ofið
úr. I því sambandi gerir hann sér sérstakt far um að greiða úr flækju tilfinn-
inga- og hvatalífsins, sem er að sjálfsögðu mikilvæg uppspretta mannlegra
athafna. Margar þeirra hugmynda, sem reifaðar eru á þessum blöðum, eru
mjög áhugaverðar og bera djúphygli og skarpskyggni höfundar ótvírætt
vitni. Það gildir ekki síst um athuganir hans á ýmsum þeirra duldu krafta