Skírnir - 01.04.1987, Page 195
SKÍRNIR
RITDÓMAR
189
félags sem við sjáum í fyrri bókum. Sú strákamenning sem virtist hafa verið
rifin niður með dúfnakofunum hefur nefnilega lifað af á verkstæði söðla-
smiðsins, þar sem strákarnir í Vangjaslattinum komu til að fá vopn sín
skreytt og heyra allar helstu bardagasenurnar úr Islendingasögunum. Þó að
verkstæðið eigi að vera afdrep og helgidómur frásagnararfsins, sé ég það
ekki síður sem nýja mynd þeirrar strákamenningar sem Einar lýsir í fyrri
hlutum þrílógíunnar. Hér birtist okkur enn hinn hreini strákaflokkur,
ómengaður og ótruflaður af kvenlegum dyntum, þótt nú hafi „karnivalið“
flust úr dúfnaþorpinu á söðlasmíðaverkstæðið. Jafnframt fer það vart milli
mála að í þessari strákamenningu vill Einar birta okkur eins konar vísi eða
drög að skapandi lífi og jafnvel listsköpun.
Það er athyglisvert að á meðan verkstæði söðlasmiðsins er lýst sem vígi
þess arfs sem lifa á öll syndaflóð, verða örlög Sigríðar mjög á annan veg.
Erfitt er að segja hvort einhver bein tengsl séu þar á milli, nema ef vera
skyldi í hlutverki drauganna. Þeir mynda raunar annan hreinræktaðan og
galsafenginn strákahóp í sögunni, nema hvað þessir dauðu strákar hafa
heilmikla þörf fyrir kvenfólk. Að öðru leyti er næstum eins og kvenfólki sé
ofaukið í þessum heimi og því er það kannski engin tilviljun að bæði í Eftir-
málanum og í sögunni „Þegar örlagavindarnir blésu“ farast þær konur, Sig-
ríður og Nanna, sem eru ímeginhlutverkum. Dauðiþeirra virðist jafnframt
tengjast þeim grænklædda draugi sem nú ráfar um hverfið með höfuð
Nönnu undir handleggnum.
Ekki ætla ég að geta mér til hvað höfundur ætlaði sér með persónu Sig-
ríðar, en víst er að mér þykir hlutskipti hennar í sögunni áhugaverðara en
allur hamagangur strákanna. Það er fyrst og fremst hún sem dregur lesanda
undir yfirborð textans. Það fyrsta sem við heyrum af henni er að hún „sefur
í draumi og hana dreymir í svefni, dreymir um eldsumbrot í sálinni" (17).
Innra með henni eru einhver óræð lífsumbrot, en þar á móti kemur að hún
finnur sljóleika og syfju ná tökum á sér. Þó að hún, öfugt við Þyrnirós,
vakni við að stinga sig á nál (sem seinna stingst í Akkilesarhælinn á Daníel),
virðast örlög hennar óumflýjanleg - allt eins þótt aldrei fáist á þeim bein
skýring. A meðan hún veitir bónda sínum aðhlynningu er hún „sjálf með
hugann bak við myrkur sem flæðir einsog einhver helli því úr fötu yfir höf-
uð hennar" (156). Með þessari Þyrnirós, sem ekki verður forðað frá svefn-
inum langa, finnst mér Einar skapa innri spennu sem ég sakna annars staðar
í sögunni. Ennfremur tengjast þær spurningar sem vakna við lestur sög-
unnar mjög örlögum Sigríðar. Eru ekki einhver tengsl á milli dauða hennar
og þess flóðs sem er að skella yfir goðsagnaheim Einars? Ef sá heimur á eftir
að rísa á ný, eins og hann ætti að gera samkvæmt fornu goðsagnamynstri,
hvaða mannfólk verður þar á ferli? Verður kvenfólkið vaknað af þeim langa
dvala sem það nýtur í þessari strákaveröld?
Ástráður Eysteinsson