Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 12
314
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
ritgjörð, til að útlista, í hvurju fegurð og snilld alls skáldskapar sje
fólgjin" (bls. 9).
I beinu framhaldi af þessu er klausan sem hér skiptir máli. Þar
eru skáldskaparfræðin mjög skipulega fram sett. Fyrst er fjallað
um hvernig skáld fari að því að viða að sér yrkisefni, þá er fjallað
um hvað megi gera að yrkisefni og loks hvernig yrkisefnið birtist
í skáldskap. I tilvitnun minni mun ég skipta klausunni í þrennt
samkvæmt þessari niðurskipan efnisins en engu er sleppt úr:
Enn hjer nægir að vikjið sje á, þeím til frekari íhugunar, er vita vilja hið
sanna í þessum efnum: að skáldin gjeta tekjið sjer til irkjisefnis hvurt sem
þau vilja - hinn sínilega heíminn eður hinn ósínilega, hinn itra eður hinn
innra, hinn líkamlega eður hinn andlega. Með þessu móti er allur skáld-
skapur undir kominn, að efnið er annaðhvurt tekjið að utan eður að inn-
an, af hinu eínstaka, sem firir sjónir ber, eður hinum almennu lögunum,
sem það allt fer eptir. Þegar irkjisefnið er tekjið af hinu sínilega, er tvennt
til: annaðhvurt að taka það af náttúrunni - ef „náttúra" er látið merkja
allt hið sínilega, að fráteknum manninum; eður af mönnunum, og hátt-
semi manna og þjóða, eíns og hún hefir verið, og sögurnar lísa henni,
eður eíns og hún er, og hana gjefur að virða firir sjer. Þegar ósínileígi
heímurinn er gjerður að irkjisefni, hvarflar auga andans frá útborði hlut-
anna til hins ósínilega, er í þeim er fólgjið, og kjemur til leíðar hinum
sínilegu breítíngum, með sama hætti, og sálin veldur breítíngum líkam-
ans. (bls. 9-10; leturbreyting mín)
Fyrst er gerð grein fyrir tvenns konar yrkisefni sem er „ann-
aðhvurt tekjið að utan eður að innan“ og því lýst hvernig skáldið
geti gert útborð hlutanna að yrkisefni en það sem sagt er um
ósýnilega heiminn er skýlaus lýsing á náttúruheimspeki. Þarna er
lýst tvíeðli veraldar. Gert er ráð fyrir ósýnilegu eðli náttúrunnar
sem komi af stað sýnilegum breytingum. Náttúran er eining,
sýnilegur heimur og ósýnilegur eru samtengdir. Heimurinn er því
í senn efnislegur og andlegur, hlutlægur og huglægur. Og greini-
lega er tekið fram að auga andans, m.ö.o. innsæi eða ímyndunar-
afl skáldsins, gegni lykilhlutverki ef gera á ósýnilega heiminn
sýnilegan.
Sá skilningur á eðli náttúrunnar sem fram kemur í Fjölnis-
greininni beinir óneitanlega huga að orðum Schellings: „Náttúran
er sýnilegur andi en andinn er ósýnileg náttúra." Lesendum til