Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 42
344
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
þá jafnframt í skugga af því skýi. Jónas notar því líkinguna
„skuggar af skýjum" í sams konar samhengi og finna má í Para-
dísar missi í þeim skilningi að það er eitthvað óumræðilega bjart
og jafnvel heilagt á bak við ský eða undir skugga af því skýi.
Skýið eða skuggi þess vinna ekki á Ijósinu, heldur byrgja það;
Guð - (eða ástin í kvæðinu „Ferðalok") - er og varir æ á bak við
ský eða undir skuggum þessa skýs. Skugginn af skýinu hefur trú-
arlegt inntak í sjálfum sér, er birting guðdómsins, og þess vegna
getur Jónas notað þessa myndhverfingu sem tákn himnaríkis, eða
Guðs, niðri í dalnum, án þess að rjúfa tengsl við himininn. En líkt
og í Paradísar missi ná skýin ekki að byrgja hið himneska ljós til
fulls: skuggarnir líða „yfir engjar og haga“ og sólskinsblettir
myndast í dalnum. Þannig tengir Jónas himin og jörð í trúarleg-
um skilningi; pilturinn og Hildur/María mey sitja í jarðneskri
Paradís og virða fyrir sér lokatakmarkið á andlegri vegferð píla-
grímsins, ríki ljóssins, Guðs föður. Með hliðsjón af sólskinsblett-
unum uppi á fjöllum í fyrstu útsýnislýsingunni, verður trúarleg
skírskotun þessara mynda jafnframt almennari og má greina í
þeim þann kristna boðskap að Guð sé ævinlega og alls staðar ná-
lægur. Raunar má taka nákvæmar til orða og nefna landslagið eins
og Mikael engill gerir í Paradísar missi í samtali við Adam:
Efa þó ekki,
at eins sem hér,
Drottinn í djúpum
dölum búi;
eins á flatri fold,
ok fjalli þessu,
sinnar setr hann
í sérhvern stað
of allt viðveru
votta ljósa.
(JÞ 11. bók bls. 355)
í Grasaferð er fróðlegt að gefa því gaum að unglingarnir sjá
sólina aldrei beinlínis, aðeins skin hennar og sól-skins-bletti. Það
getur því varla leikið á tveimur tungum að sólin sé tákn hins
himneska ljóss, sem Guð er, og býr í, og enginn fær litið berum
augum sakir ofbirtu.25 En drengurinn skynjar ekki hina táknrænu
25 I neðanmálsgrein í Paradísar missi, (JÞ 3. bók bls. 55) er vitnað í 1. Tímóteus-
arbréf, 6:16: „Hann [Drottinn] [...] sem býr í ljósi, er enginn fær til komist,
sem enginn maður leit né litið getur [...]“ í upphafi þriðju bókar koma fram
hugmyndir Miltons sjálfs um hið „heilaga Ljós“.