Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 248
MYNDLISTARMAÐUR SKÍRNIS
Landnám
Jóhannesar Jóhannessonar
SJÖTTI ÁRATUGURINN var mikill umbrotatími í íslenskri myndlist. Þá gerð-
ust þau undur og stórmerki að ungir íslenskir myndlistarmenn, sem yfir-
leitt rekast illa í hópum, sameinuðust undir merkjum einnar og sömu
myndlistarstefnu, svokölluðum strangflatarstíl, sem var mestmegnis
blanda af niðurlenskri hreinstefnu (De Stijl), Bauhaus-iðnhönnun og
fágaðri naumhyggju frá Frakklandi sem kennd hefur verið við „kon-
kret“-sköpun. Þeir sem aðallega höfðu orð fyrir þessum óvenju stefnu-
fasta hópi Islendinga, til dæmis Hörður Ágústsson og Valtýr Pétursson,
gáfu til kynna að hér væri á ferðinni nokkurs konar hreinsunareldur, ætl-
aður til eyðingar feysknum viðhorfum í myndlist okkar.
Ut af þessari nýbylgju í myndlistinni risu miklir úfar hér á landi,
bæði í blöðum og á mannamótum og entust mönnum allt fram á sjöunda
áratuginn. Ádeilumenn lögðu nýbylgjunni helst til lasts undirlægjuhátt
við erlend myndlistarviðhorf og þá um leið sviksemi við íslenskan
myndlistararf, nefnilega landslagshefðina.
Nú, hartnær fjörtíu árum síðar, erum við vonandi fær um að sneiða
hjá þessari geðshræringu og komast að sæmilega hlutlægri niðurstöðu
um eðli og þróun strangflatarlistarinnar á íslandi. Slík úttekt er að vísu
ekki á dagskrá hér, heldur skal einungis tæpt á einum anga myndlistar-
umræðunnar á sjötta áratugnum, þar sem hún snertir kápumynd Skírnis
að þessu sinni, málverkið „Landnám" eftir Jóhannes Jóhannesson.
Ein af helstu kennisetningum strangflatarstefnunnar varðaði sjálf-
stæði myndverksins. Listamönnum var uppálagt að varast allar eftirlík-
ingar veruleikans en gera myndir sem væru sjálfstæður viðauki við hann.
Þess vegna skyldu þeir forðast allt sem hugsanlega gat minnt á náttúruna,
þar á meðal hið „læsilega“ rými sem umlykur okkur. Hlutverk lista-
mannsins var að byggja upp nýjan veruleika á myndfleti og nota til þess
myndmál sem minnti einungis á sig sjálft, hið ópersónulega myndmál
flatarmálsfræðinnar; beinar línur, níutíu gráðu horn og þétta, órofa lit-
fleti. Þetta var á hátíðlegum stundum nefnt „trúnaður við flötinn“ og
lágu viðurlög, oftast nær útskúfun, við því að rjúfa hann.
Þegar verk íslenskra strangflatarlistarmanna eru gaumgæfð, kemur í
ljós að mikill meirihluti þeirra virðist í raun hafa talið sig óbundinn af
þessu ákveðna trúaratriði. Einungis Karl Kvaran, Hjörleifur Sigurðsson
og Hörður Ágústsson gerðu sér far um að mála í kaldhömruðum og
marflötum hyrningastíl, a.m.k. framan af. í verkum allra hinna er tæpast
þverfótað fyrir tilvísunum í náttúruna, jafnt í víðasta sem þrengsta skiln-