Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 81
SKÍRNIR
HVAÐ ER UPPLÝSING?
383
En ætti þá ekki samfélag kennimanna, t.d. kirkjuþing eða æru-
verðug safnaðarráðstefna (Klassis, eins og hún kýs að láta kalla sig
í Hollandi), að hafa rétt til að skuldbinda sig með eiðtöku til að
hafa í heiðri ákveðnar óbreytanlegar kennisetningar, þannig að
það næði óhagganlegum yfirráðum yfir öllum meðlimum sínum
og síðan með hjálp þeirra forræði þjóðarinnar, jafnvel um alla ei-
lífð. Svar mitt er: þetta er með öllu óhugsandi. Slíkur samningur,
sem gerður væri til að hindra framgang upplýsingar meðal mann-
anna um aldur og ævi, er algjörlega marklaus, jafnvel þótt hann sé
borinn fram og staðfestur af hinum æðstu yfirvöldum og ríkis-
þingum og með hátíðlegum friðarsamningum. Menn geta ekki á
tilteknu tímabili sameinast um og svarið þess eið að komandi
kynslóðir skuli búa við eitthvert ákveðið ástand sem gerir þeim
ómögulegt að auka við þekkingu sína (ekki síst ef það er sérstak-
lega áríðandi), vinsa úr henni yfirsjónir og ganga almennt lengra á
braut upplýsingarinnar. Þetta væri afbrot gegn mannlegu eðli, en
upphafleg viðleitni þess felst einmitt í slíkum framförum. Kom-
andi kynslóðir gætu sem sagt með fullum rétti lýst slíkar ákvarð-
anir ómerkar þar sem til þeirra hefði verið stofnað í fullkomnu
heimildarleysi og þær væru því glæpsamlegar. Prófsteinn allra
þeirra laga sem setja má einni þjóð hlýtur að vera spurningin:
myndi þjóðin sjálf setja sér slík lög? Það mætti hugsa sér að koma
þeim á um takmarkaðan tíma, þar til betri lausn fyndist, til þess
að koma á vissri skipan mála, en veita þá jafnframt borgurunum,
einkum og sér í lagi þó prestum, fullt frelsi - sem sérfróðum
mönnum - til að birta opinberlega, þ.e. á prenti, athugasemdir
sínar um vankanta ríkjandi skipulags. Þessi tiltekna skipan myndi
síðan haldast þar til fengist hefði svo góð innsýn í stöðu þessara
mála í röðum borgaranna að þeir tækju sig saman (e.t.v. ekki allir)
um að bera fram þá tillögu við krúnuna að þeir trúarhópar njóti
verndar sem álitu sig hafa fundið, fyrir sitt leyti, leið til breytinga
á skipan trúmála án þess þó að hindra aðra í því að halda sig við
gamla fyrirkomulagið. Hinsvegar er með öllu óleyfilegt að sam-
einast um óhagganlega skipan trúmála sem opinberlega sé hafin
yfir allan efa, jafnvel þótt ekki sé samið til lengri tíma en sem
nemur ævilengd manns, og gera þar með ákveðið tímabil í fram-
farasögu mannkynsins einskisvert og árangurslaust og setja með