Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 58
360
SVAVA JAKOBSDÓTTIR
SKÍRNIR
grjóthruninu, regnið gæti hafa losað um steininn, en þegar mað-
urinn birtist uppi á snösinni, er ekki víst að sú skýring haldi.
„„Eða þessi þá“ sagði jeg, og benti upp fyrir okkur; þar stóð
maður á klettasnös, og bar við himininn" (bls. 24). Pilturinn bein-
ir sjónum systur sinnar upp á við eins og í upphafi. Jú, hún sér
manninn uppi á fjallsbrún bera við himin. En skyldi hún sjá það
sem hann sér í þetta skipti?
Hvorugt getur giskað á hvaða maður þetta geti verið og raun-
ar hafnar pilturinn því að um útilegumann sé að ræða. Landfræði-
legar líkur benda ekki til þess: „Það getur varla verið útilegumað-
ur [...] fjallið hjerna liggur milli sveita, og er ekki, svo jeg viti, á-
fast við jöklana eða Ódáðahraun" (bls. 24). En sé þetta ekki úti-
legumaður, hvaða maður er þetta þá og hvað er hann að gera upp
um tinda? Er þetta hann sjálfur? Hefur ímyndunarafl systurinnar
hrært lifandi náttúru og sýnt honum veruleika: aðskilnaðinn og
útlegðina, einsemdina og munaðarleysið sem hann hafði vandlega
forðast að nefna og tengja við sig? Hvað sagði hann ekki sjálfur
um lóuna: „sona mun það hafa farið samt, annars hefði mjer varla
dottið það í hug“? Þá er líka fram komið allt sem kvæðin boð-
uðu: missir, dauði, paradísarmissir - og endurkoma. Hinn full-
orðni sögumaður sem veit framtíð piltsins, er stiginn inn í söguna
- fortíð sína.
En - kom þessi maður ekki eins og upp úr eldgíg, gusu ekki
upp gráblár reykur og eldlykt? - nú fer hann að halda fast í hand-
legginn á systur sinni - hafði hann ekki sjálfur sært upp alla ára
helvítis áðan ... og höfuðpaurinn þarna kominn úr neðra ... og
guð hjálpi mér, hafði hann ekki líka hafnað Guði sem skapara
himins og jarðar og þóst sjálfur hafa búið til heiminn? Uppreist-
armaður! Himins útlagi! Andskotinn þekkir sína. „Vilt' ekki
koma, systir góð! við skulum flýta okkur á stað!“ (bls. 24).
Lokaorð Hildar og jafnframt sögu eru: „útilegumaðurinnþznw
er farinn“ (bls. 24; leturbreyting mín). Pilturinn hafði þó greini-
lega tekið fram að þetta gæti „varla verið útilegumaður“. Með
orðinu^iinn er aðskilnaður þeirra staðfestur. Skynjun þeirra á til-
verunni er ekki lengur hin sama. Hvort um sig sér ekki lengur
það sem hitt sér og það sem hann segir virðist ekki öllu skiljan-
legra en mál þeirra sem stóðu að smíði Babelsturnsins forðum.