Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 151
SKÍRNIR
SKÍRNISLEIKUR OG FREYSMÁL
453
tengdist bæði hestum og giftingum (Flateyjarbók, I, 401; Adam
frá Brimum 1917, 259). Þá er athyglisvert að fornar heimildir (frá
um 1300) greina frá stráklæddri veru sem haldin er illum anda og
tekur þátt í skemmtun fyrir ólétta konu í Danmörku (Olrik og
Olrik 1907). Tilkomumiklir búningar eins og þeir sem notaðir
voru í þessum tilvikum varpa ef til vill ljósi á þær kyrrstæðu
persónur sem tala í Skírmsmálum og „umbúninginn" sem Freyr
klæddist í Gunnars þætti helmings, en hann líktist „tréstokk ein-
um tómum“ eftir að Gunnar hafði fleygt guðnum til jarðar.
Maður gæti jafnvel freistast til að álykta að vísað sé til slíks „um-
búnings“ í Lokasennu þegar Loki lýsir Byggvi, þjóni Freys, með
háðulegum hætti (er. 44-46): „þat it litla er [...] snapvíst snapir [...]
at eyrom Freys“, sem „í fletz strá / finna né máttu, / þá er vágo
verar.“
Hugmyndirnar hér að framan um samband Freys við strá-
klæddar persónur á borð við Halm-Staffan eru að sjálfsögðu að-
eins byggðar á fræðilegum líkum. Hins vegar er ljóst að umrædd-
ar brúðkaupshefðir, með tilheyrandi búninganotkun, voru mjög
útbreiddar og bendir það til að þær eigi sér langa sögu í norrænu
samfélagi. Ástæða er til að ætla að einhvers konar Skírnisleikur
eða Freysleikur, sem fluttur var um jólaleytið snemma á miðöld-
um, hafi verið af sömu rótum runninn. Efni og form Skírnismála
benda til að rekja megi leikinn og kvæðið til árstíðabundinnar
helgiathafnar, eða Freysleiks, sem endurspeglaði helgibrúðkaupið
(hieros gamos). „Brúðkaupið" sjálft var þó ekki aðalatriðið heldur
einhvers konar „samruni“ frjósemisguðsins og hinnar ófúsu
„jötnadóttur" og þar með þeirra náttúruafla sem hún var fulltrúi
fyrir.
Hafi málum verið svo háttað og kvæðið flutt með leikrænum
hætti á öndverðum miðöldum, eins og allt virðist benda til, þá
knýja Skírnismál á um að menn endurskoði viðteknar hugmyndir
um árangursríka upprætingu heiðinna helgisiða á Norðurlönd-
um. Þessar niðurstöður gefa einnig til kynna að meta þurfi að
nýju í hvaða samhengi önnur eddukvæði á samtalsformi voru
flutt; verk á borð við Hárbarðsljóð, Fáfnismál og Vafþrúðnismál.
Líkt og í Skírnismálum er í þessum kvæðum leitt í ljós hver talar
með spássíumerkingum í handritunum; búast má við að þau hafi