Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 105
SKÍRNIR
ÖR 1 HJARTA SAMTÍMANS
407
mundir fyrirlestur um einmitt þetta sama efni. Vitaskuld leit ég á
boð hans sem áskorun um að rökræða (ásamt Hubert Dreyfus,
Richard Rorty og Charles Taylor) ólíkar túlkanir á nútímanum -
út frá texta sem að vissu leyti hleypti af stað hinni heimspekilegu
orðræðu nútímans. Það var samt ekki nákvæmlega þetta sem
Foucault meinti með tillögu sinni; reyndar varð mér það ekki ljóst
fyrr en útdráttur úr fyrirlestri hans kom út á prenti í maí á þessu
ári.
Þar mætir maður ekki þekkingargagnrýnandanum Kant, sem
við kynntumst í Ordum og blutum [riti Foucaults], er með grein-
ingu sinni á endanleikanum ruddi brautina inn í öld mannfræði-
legrar hugsunar og hugvísinda; í þessum fyrirlestri mætir maður
öðrum Kant - Kant sem forvera ungu Hegelsinnanna,1 sem var
fyrstur til að segja af fullri alvöru skilið við arfleifð frumspekinn-
ar, snúa heimspekinni frá sannleikanum og hinu óforgengilega og
beina henni að því sem heimspekingar höfðu fram til þess tíma
álitið merkingarlaust og forgengilegt, einskæra tilviljun og hverf-
ulleika. Foucault uppgötvar Kant sem samtíðarmann sem breytir
heimspekinni úr lokaðri fræðigrein í samtímagagnrýni sem tekur
ögrun hins sögulega augnabliks. I svari Kants við spurningunni:
Hvað er upplýsing? sér Foucault birtast „verufræði samtímans“
sem heldur áfram hjá Hegel, Nietzsche og Max Weber, allt til
Horkheimers og Adornos. Það kemur á óvart að í lokasetningu
fyrirlestrar síns skuli Foucault skipa sér á bekk með þessari hefð.
Foucault spyrðir saman ritgerðina frá 1784 og Deildaþrœtu,
sem Kant samdi 14 árum síðar og horfir um öxl yfir atburði
frönsku byltingarinnar.2 Eins og kunnugt er snerist þrætan milli
1 Nemendum og fylgismönnum Hegels er oft skipt, einkum eftir trúarafstöðu
þeirra og stjórnmálaskoðun, í flokka sem kallaðir eru ung- eða vinstri-Hegel-
sinnar og hægri-Hegelsinnar. I fyrri hópnum voru nafntogaðastir Arnold
Ruge (1803-1880), Ludwig Feuerbach (1804-1872), Max Stirner (1806-1856),
Bruno Bauer (1809-1882), Soren Kierkegaard (1813-1855) og Karl Marx
(1818-1883). (Allar neðanmálsgreinarnar eru athugasemdir þýðenda.)
2 Hér er átt við aðra þrætuna af þremur sem heimspekideild háskólans í
Königsberg átti í við guðfræðideildina, lögfræðideildina og læknadeildina. Sjá:
Immanuel Kant, Der Streit der Fakultáten. Werke in sechs Bánden, útg. Wil-
helm Weischedel. Darmstadt: Wissenschaftliche Buchgesellschaft 1964, 6.
bindi, bls. 261-393.