Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 83
SKÍRNIR
HVAÐ ER UPPLÝSING??
385
upplýstur og á það skilið að vera hrósað af þakklátum heimi og
komandi kynslóðum fyrir að vera sá sem fyrstur leysti mannkyn-
ið undan ósjálfræði, að minnsta kosti af hálfu stjórnvalda og veitti
öllum það frelsi að mega nota eigin skynsemi í sambandi við allar
samviskuspurningar. Undir hans stjórn geta æruverðugir prestar,
án þess að bregðast í nokkru embættisskyldum sínum, óhindrað
sett opinberlega fram eigin skoðanir sem sérfróðir menn, skoðan-
ir sem ef til vill víkja í ýmsu frá viðteknum kennisetningum. Enn
frjálsari hendur hefur þó sá sem engum embættisskyldum er
bundinn. Þessa frelsisanda er einnig farið að gæta víðar, jafnvel
þar sem hann lendir í átökum við stjórnvöld, sem ekki skilja sitt
eigið hlutverk, því að þeim ætti að vera orðið ljóst að aukið frelsi
þegnanna veldur hvorki óróa né upplausn í þjóðfélaginu. Menn-
irnir sigrast smátt og smátt sjálfir á frumstæði sínu, sé ekki bein-
línis unnið að því vísvitandi að kyrrsetja þá þar.
Eg hefi einkum lagt áherslu á trúmálin sem kjarna upplýsing-
arinnar, þ.e. lausnar mannsins úr viðjum þess ósjálfræðis sem
hann á sjálfur sök á, því að yfirboðarar okkar hafa engan áhuga á
að gerast forráðamenn þegna sinna á sviði lista og vísinda. Ofan-
greint ósjálfræði er jafnframt hið skaðlegasta og smánarlegasta
sinnar tegundar. Hugsunarháttur þjóðhöfðingja sem er hlynntur
ofangreindri tegund upplýsingar nær hinsvegar enn lengra og
hann gerir sér ljóst að jafnvel með tilliti til löggjafar væri hættu-
laust að leyfa þegnunum að nota skynsemi sína á opinberum vett-
vangi og setja fram umbótatillögur á þessu sviði, jafnvel að gagn-
rýna frjálst og opinskátt þá löggjöf sem ríkjandi er. Um þetta
höfum við frábært dæmi, nefnilega þann framúrskarandi einvald
er við þjónum.
En aðeins sá sem sjálfur er upplýstur, hræðist ekki myrkraver-
ur og hefur á að skipa öguðu og fjölmennu herliði til að halda
uppi lögum og reglu, hefur andstætt við lýðveldi efni á að segja:
rökræðið eins og ykkur lystir, um hvað sem ykkur lystir, en hlýð-
ið\ Hér birtist óvæntur og annarlegur þáttur í framvindu mann-
legs samfélags eins og jafnan gerist þegar litið er á hana í heild
sinni, þar sem flestallir hlutir eru þverstæðukenndir. Aukið borg-
aralegt frelsi virðist vera andlegu frelsi þjóðarinnar til fram-
dráttar, en veldur því þó óyfirstíganlegum örðugleikum. Sé hinu