Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 235
SKÍRNIR
ÞRJÁR SKÁLDASÖGUR
537
í hugsun minni og er þess vegna raunverulegur“ (5). Guðbergur Bergs-
son hugsar í lok sinnar bókar til bernskuslóða í Grindavík og segir þá:
„Það sem maður sér er ekki hluturinn sjálfur heldur endurspeglun hans
eða túlkun hugarins á honum“ (220). Hér mætti vel greina samstöðu um
að viðurkenna takmarkanir minnisins - án þess þó að láta þá viðurkenn-
ingu aftra sér í minningastarfinu: hvað sem fyrirvörum um getu minnis-
ins og áreiðanleika líður, er hugsun okkar sá veruleiki sem við hljótum
aðbyggjaá.
Það er í þessum anda að viðureign þeirra Thors og Guðbergs við
liðna tíð verður einna helst líkt við flæði. Þetta flæði er um leið ósköp
eðlilegt framhald af skáldverkum þeirra: þar og í þessum bókum hér er
minna hugsað um söguþráð og örugga atburðarás en þeim mun meira
um þann vilja og þá hugarsýn sem truflar almanakið og alla sundurhólf-
un og vill helst að allt sé til í einu; eilífðin er hér og nú. Við flæðið sem
rithátt tengist svo trúin á hugarflugið sem truflar virðingarstiga fyrirbær-
anna: „allt sem ég sá var merkilegt" segir Thor (76), „maður með hugar-
flug fær mest út úr því minnsta" segir Guðbergur (23).
Þessari trú fylgja þeir eftir; allt getur gerst þegar hugurinn vill að það
sem var og sást og heyrðist lifni á ný: ungur maður í París í fyrsta skipti
lendir í þeim ævintýrum að börn sigla skútum í gosbrunni og ein strand-
ar á bronstá þrýstinnar gyðju, lítið atvik stækkar, ekki barasta vegna þess
að styttan í gosbrunninum kallar á guði fornaldar í textanum, heldur
vegna þess að allt var nýtt og merkilegt. Minnið er á víxl duttlungafullt
og marksækið, það bregður upp atvikum og brotum úr mannlýsingu og
styðst við skáldskap og frásögur og - þegar fram í sækir hjá Thor - við
þjóðlegan fróðleik. Allt getur komið að haldi í flæðinu milli tímaskeiða
og kynslóða: Thor er í útilegu á forfeðraslóðum og reynir að „ná sem
snöggvast í“ þann mann
sem þú sást barn sem afa þinn en vantar einmitt þetta að skynja hann
sem mann þegar þú ert sjálfur vaxinn upp. Á slíkri stundu nær grun-
ur þinn og fálm einhverri tónhæð samspennt djúpum lágtónunum,
og verður einhver vitundarsátt sem þú hefur fyrir satt, það er svo
traust í trúnaðinum að það þarf ekki að spyrja hvort það verði átrún-
aður, hvað sé skyggni og hvað skáldskapur, það er eitt og sama og
dugir. Og þú verður svo öruggur í þessu samfélagi, einn í tó milli
veisa, að ef hér væri kominn einhver dauður myndirðu reyna að taka
hann tali og bera undir hann vissar staðreyndir til að reyna að finna
þeim réttan stað í þessum vefnaði. (117)
Guðbergur Bergsson er á hliðstæðu flakki um tímann: æviferillinn er
vissulega sýnilegur og ekkert óaðgengilegur. En atvik ævinnar lúta frelsi
flæðisins, ekki síst til að „fá sem mest út úr“ þeim, lyfta þeim í stærra
samhengi. Hversdagsleg tíðindi eins og þau að drengur færir föður sín-