Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 126
428
TERRY GUNNELL
SKÍRNIR
að einhvers konar leikræn framsetning hefur verið óumflýjanleg.
Því veldur form þessara verka en einnig efnið, sem byggir á leik-
rænni atburðarás og hefur að öllum líkindum krafist þátttöku
fleiri en eins flytjanda. I Lokasennu, til dæmis, taka alls fimmtán
persónur til máls; þær eru allar staddar á sama stað á sama tíma.
Þá tel ég að í Hárbarðsljóðum sé gert ráð fyrir tveimur flytjend-
um. Að öðrum kosti er hætt við að hin hröðu og hnyttnu orða-
skipti Hárbarðs og Þórs fari fyrir ofan garð og neðan hjá áheyr-
endum (Gunnell 1991, 227-240, 268-275; Jón Helgason 1953, 35).
Má ef til vill komast að svipuðum niðurstöðum um Skírnismál?
Athugun mín hér á eftir miðast óhjákvæmilega að mestu við
fyrsta hluta Skírnismála (er. 1-25) sem lýsir aðdragandanum að
heitingum Skírnis í garð Gerðar. Aður en lengra er haldið er þó
nauðsynlegt að ákvarða hver var eiginlegur texti kvæðisins. Með
„eiginlegur texti" á ég við textann sem var fyrst skráður eftir
ónefndum flytjanda á þrettándu öld. Það er engin leið að vita
með vissu hvernig verkið þróaðist fyrir þann tíma, en við hljótum
að geta litið svo á að varðveitti textinn sé allnákvæm eftirmynd
kvæðisins eins og það hljómaði í munnlegum flutningi á þeim
tíma sem það var fært í letur.
Rétt er að taka strax fram að ég tel ekki nauðsynlegt að líta
svo á að það vanti erindi inní kvæðið. Að þessu leyti er ég á öðru
máli en þeir fræðimenn sem reynt hafa að skýra lausamálskafla
eddukvæðanna með tilvísun til glataðra erinda (sjá Heusler 1937,
19; Finnjónsson 1926, 229; Jónas Kristjánsson 1988, 49). Það er
að vísu lítilsháttar ósamræmi á stöku stað í kvæðinu, sem skýra
mætti með því að textinn hafi varðveist lengi í munnlegri geymd,
og vissulega eru eyður í frásögninni, líkt og Phillpotts benti á
(1920, 103). Augljósustu dæmin eru þegar Skírnir fer „eikinn fúr
yfir“ (er. 17-18), hugsanlegt dráp hans á bróður Gerðar (er. 16;
sjá Wessén 1946, 19; Randlev 1985, 145; Lönnroth 1977, 171),
sem auðvitað má draga í efa að hafi átt sér stað (sjá Dronke 1962,
260-263), og síðast en ekki síst fundur Freys og Gerðar. Hins ber
að gæta að allir þessir frásagnaliðir eru mikilvægir fyrir atburða-
rásina. Ólíklegt er að sagnamenn eða flytjendur hafi gleymt eða
hlaupið yfir þau erindi sem lýstu þessum tíðindum og munað