Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 241
SKÍRNIR
ÞRJÁR SKÁLDASÖGUR
543
bókmenntir, meira að segja heilagur höfundarrétturinn er versti óþarfi.
Hann er á móti poppmenningu og bændamenningu og því „röfli og
þjarki“ sem einkennir alla íslenska umræðu að hans viti. Á móti bjartsýni
velferðarþjóðfélagsins sem heldur að það geti losað fólk við „skaðlega
reynslu", skilningi herstöðvaandstæðinga á sjálfstæðismálum, á móti 68-
kynslóðinni, hávaðanum í rokkmenningunni, vinstrajukki og íhaldi,
Mogga og Þjóðvilja, amríkaníseringu, alræði markaðshyggju, einræði á
Spáni og ofstæki alþýðunnar sem átti í höggi við það einræði. Og svo
framvegis.
Er eitthvert mynstur að finna í öllum þessum mótþróa? Ef maður
vill. I fyrsta lagi: sögumaðurinn er eins og altekinn af valdfœlni: hann vill
bersýnilega forðast það sem mest hann má að verða samstíga viðhorfum
sem kalla má ríkjandi - annaðhvort í samfélaginu öllu eða tilteknum
geirum þess. Enda heldur hann því fram á einum stað að „það er enginn
leið að umgangast vald án þess að verða lítill" (122) - óttinn við slíka
smækkun setur sterkan svip á marga dóma Guðbergs. I annan stað kem-
ur það víða fram að Guðbergur hefur mjög hugann við það að hver hlut-
ur getur snúist upp í andstæðu sína. Þessi hugsun vakir ekki síst í skarp-
skyggni hans á þverstæður mannlífs undir einræði eða á örlög hreyfinga í
menningu og pólitík sem byrja sem uppreisn en enda í nýju kerfi og
kvöð og nauðung. I þriðja lagi er ekki úr vegi, þegar lesandinn er á víxl
að skemmta sér eða ergjast yfir hiklausum alhæfingum eða sleggjudóm-
um Guðbergs, að hafa þau ummæli Tolstojs í huga að: „Sérhver hugsun
er í senn fölsk og réttmæt. Fölsk sakir þess hve einhliða hún er, en rétt-
mæt sem tjáning á einni hlið mannlegrar viðleitni." 5
Til dæmis: Guðbergur segir um andóf spænskra rithöfunda gegn ein-
ræði Francos að það hafi mest verið „hugarburður þeirra sjálfra" (79) og
gert valdinu lítið ógagn, enda hrynji einræðiskerfi undan eigin þunga.
Hinsvegar hafi mótstaðan gert höfundana dýrlega í augum heimsins og
merkilegri en þeir áttu skilið, auk þess sem kollegar og samherjar í mál-
frjálsari löndum gátu slegið sér fyrirhafnarlítið upp á samstöðu við and-
ófsgarpana. Hliðstæður mætti svo nefna úr Sovétríkjunum og Austur-
Evrópu: það er töluvert til í þessu, því miður. Um leið er þessi hugsun
Guðbergs „fölsk“ að því leyti að í hana vantar örlætið, hún lætur það
lönd og leið að í slíku andófi er m.a. að finna það þegnlega hugrekki sem
illt er án að vera, að það er nauðsyn ef menn vilja ekki láta valdið
smækka sig í þagnarsamsæri með því, og að andóf gegn einræðisherrum
(og öðrum valdsherrum) er stuðningur við þá von sem Guðbergur leyfir
sér sjálfur að halda fram skáldsagna sinna vegna - að bókmenntir geti
verið „til blessunar" (118).
5 L. Tolstoj. Sobraníje sotsjíneníj. III. b. Moskva 1951, bls. 26.