Skírnir - 01.09.1993, Blaðsíða 237
SKÍRNIR
ÞRJÁR SKÁLDASÖGUR
539
IV
Raddir í garðinum segir ekki frá því hvernig skáld verður til. Ekki nema
að litlu leyti. Við finnum hér og þar minnst á það sem Thor las ungur
maður. Hann átti því láni að fagna að eiga móður sem fékk honum á
unglingsárum vegarnesti í lestrarlista yfir frægustu höfunda heims. Við
fréttum að Tolstoj ætlaði Thor lifandi að drepa á menntaskólaárum, að
hann reyndi að yrkja „heilræðaþrunginn heimsbjörgunarkveðskap“ und-
ir áhrifum Stephans G. um svipað leyti, tók líka roku undir áhrifum frá
Davíð Stefánssyni, þótt undarlegt megi sýnast (190). Þetta er allt til fróð-
leiks en þetta er ekki viðfangsefni bókarinnar. Ekki heldur glíman við
pappírinn óskrifaðan eða óttann við að allt sé búið að skrifa sem þarf.
Ekki heldur pólitískur þroski ungs manns sem tók mikið upp í sig og
sást ekki fyrir í samræðum við frændur sína, því hann hafði aðrar mein-
ingar en þeir um örlög þjóðarinnar og tilveru mannkynsins og réttlætið
eða nauðsyn þess „að viðhalda réttlæti þótt alltaf virðist snarast jafn-
harðan þótt eitthvað sé lagfært" (38). Nei, ekki þetta; hér er reyndar
spurt eins og í mörgum öðrum skáldabókum: hvers vegna er ég eins og
ég er? En það er leitað fyrst af öllu að þeim hluta svarsins sem er að finna
í rótum skáldsins: af mönnum ertu kominn, hvaða fólk var það?
Fyrri hluti bókarinnar segir frá móðurætt Thors, afkomendum Thors
Jensens sem var afi hans. Hvað skyldi slík ætt hafa haldið um ungan
frænda sem vill leggjast í skáldskaparsukk og pólitíska villu að auki?
Hvaða máli skipti hún í lífi hans?
Það voru skrifaðar í ýmsum þjóðlöndum nálægt síðustu aldamótum
ættarsögur sem röktu hver með sínum hætti það munstur, að fyrsta kyn-
slóð „athafnaskálda" (svo kallar Thor reyndar afa sinn) byggir upp stór-
veldi, önnur kynslóð heldur í horfi og leggur inn á nýjar brautir, sú
þriðja er orðin þreytt og dösuð á góðum dögum og gefst upp, glutrar
öllu niður - sumir innan hennar rísa upp gegn sínum heimi, einn með því
að gerast listamaður, annar með því að ánetjast byltingunni. Stundum
þarf fjórar kynslóðir til að þessi saga gerist, stundum aðeins tvær. Sumir
höfundar slíkra sagna, Thomas Mann ekki síst, höfðu mjög hugann við
listamanninn í slíkum ættum - þann sem þráir sterkara og hættulegra og
„æðra“ líf en hinir, en gleymir því samt ekki hvaðan hann er kominn;
hann er borgari með vonda samvisku, þráir öryggið öðrum þræði. Þessi
listamaður getur svo höfðað til okkar allra vegna þess að hver og einn
vill allt í senn: sofa einn úti undir hauststjörnum og eiga sér víst athvarf
við arineld síns fólks.
Eitthvað af þessari sögu gerist í samskiptum Thorsara við frænda
sinn. En hún líkist lítt Buddenbrooks eða Tónío Kröger. Skáldinu dettur
ekki í hug að hafa vonda samvisku og sé það að leita að öryggi þá er það
fyrst og síðast öryggi minninganna, „eitthvað sem hreyfir hugsun einsog
athvarf, einsog vissa um að eiga tjald með nesti í hvammi á gróðurlausum