Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 15
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
289
ur lét hún fingurna mjakast á milli þeirra með hægfara nákvæmni,
svo að beinunum í höndum hennar gæfist nægur tími til að raða
sér niður að nýju. Leikur hennar einkenndist því alltaf af eins
konar virðulegu hiki, þótt stundum mætti draga gæðin í efa. Sú
skoðun var ríkjandi í Minneota, að leikur hennar væri hvað mest
hrífandi við jarðarfarir, þar sem þótti hæfa að spila ógnarhægt.
Hún lék hið dapurlega verk Bachs sem eftirspil, meðan syrgjend-
ur gengu í einfaldri röð framhjá kistunni í hinsta sinn.
En Pauline sat ekki harmþrungin við hljóðfærið. Eg sá gleðina
ljóma af mögru andliti hennar, meðan fingurnir mjökuðust yfir
gulnað hljómborð gamla píanósins, og þótt ég væri aðeins barn,
varð mér ljóst að hin sanna uppspretta lífs hennar og míns fólst
hvorki í því að hnoða brauðdeig né að skyggna egg við kertaljós
né að slétta kodda á sjúkrabeði, heldur var hún hér, mitt á milli
tónanna, hversu illa sem höndum okkar tókst að laða þá fram.
Þeir lifðu handan við línurnar í verki Bachs - og hversu örðugt
var ekki að laða þá almennilega fram með vinnulúnum fingrum.
Hversu hægt sem leikið var, skynjaði maður mikilleik Bachs und-
ir gómunum. Þótt „Largo“ Hándels hljómi núorðið sem hálfgert
spaug í eyrum fágaðra hlustenda, vegna þess hve oft það hefur
verið flutt í lélegum píanóútsetningum, er það í rauninni dýrðlegt
tónverk, eitt af því góða sem Evrópa hefur gefið okkur. Jafnvel á
afskekktu sveitabýli í Minnesota vekur það manni ómælda gleði
að heyra það leikið í fyrsta sinn, eins og það hafi verið samið þar
á staðnum og einmitt fyrir mann sjálfan. Þannig lét það í eyrum
mér undan fingrum Pauline. Þótt sjálf Sinfóníuhljómsveit
Minneapolis hefði leikið Níundu sinfóníu Beethovens þarna í
dagstofunni, hefði það ekki snert mig eins djúpt og dásamlega og
„Largoið" í skonsunni hans Petersons.
Samkvæmt bandaríska mælikvarðanum var Pauline mikill
auðnuleysingi. Hún var fátæk alla ævi, giftist aldrei, bjó í litlum,
hrörlegum kofa eða annarra manna skonsum, vinnuhjú, án form-
legrar menntunar, beygði enskuna skrítilega eins og þeir sem hafa
hana ekki að móðurmáli, álappaleg og ófögur, stirður hljóðfæra-
leikari sem hefði vakið aðhlátur í borgunum. Hún átti engin verð-
mæti, ferðaðist lítið og var einstæðingur þegar hún dó sem síðasti
afkomandi fjölskyldu sinnar. Hafi hún átt í ástarævintýrum mun