Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 21
SKÍRNIR
AUÐNULEYSISHLJÓMKVIÐAN
295
húsinu með því að nota aukasvefnherbergin sem geymslur. Hún
keypti notað kirkjuorgel, ferlíki frá fimmta áratugnum, sem fyllti
litlu dagstofuna hennar með hátölurum, fótstigum og risastóru,
brúnu hljómborði. Orgelið sýndist stærra og þyngra en sjálft
húsið, eins og jafnvel fellibylur gæti ekki haggað því af slitnu
gólfteppinu. Einhverju sinni spurði ég hana hvað hún væri að
spila; hún horfði á mig döpur: „Líttu á þessar hendur, sérðu hvað
þær hristast? Eg get ekki einu sinni haldið þeim á nótunum leng-
ur. Þær hristast bara af ..." Skömmu seinna fór hún á hjúkrunar-
hæli og dó ekki löngu síðar, alltaf jafn gröm heiminum, að ég
held, fyrir að hafa af sér hljómlistina undir lokin. Ég veit ekki
einu sinni hver var hjá henni og annaðist hana í síðustu legunni.
Sjálfsagt hafði hún fengið nóg af slíku og vildi vera ein. Ævilangur
einstæðingsskapur hennar var henni örugglega góður undirbún-
ingur. Þetta var 1981, 101 ári eftir að faðir hennar yfirgaf Þingeyj-
arsýslu til að hefja nýtt líf. Hún hafði lifað í Ameríku í 86 ár.
6. Hljómlist fyrir gamalt, fótstigið orgel
Pauline var grafin hjá Bardölunum í kirkjugarði íslensku sveita-
kirkjunnar í Lincolnsýslu. Árið 1922 hafði hún valið nýtt stofu-
orgel fyrir söfnuðinn og leikið á það við kirkjuathafnir í næstum
40 ár, þangað til kirkjunni var lokað vegna verkefnaleysis af völd-
um þéttbýlisþróunarinnar og Islendinganna sem eignuðust ekki
börn og flosnuðu upp af jörðum sínum. Nokkrum mílum vestar
höfðu Pólverjarnir komið kaþólsku kirkjunni sinni skynsamlega
fyrir í lægð í vari fyrir vindinum, en Islendingarnir gáfu Minne-
sota langt nef og reistu sína uppi á hóli í eina hæðadraginu sem er
að finna á flatri sléttunni. Jafnvel á lygnum degi hrikti í kirkju-
gluggunum og small í þakskífunum, og blökku granítsteinarnir á
leiðunum virtust vagga til og frá, þarna á vindblásnum hvolnum.
Nokkrum árum áður en Pauline dó, ókum við saman til kirkj-
unnar. Hún hafði meðferðis innkaupapoka fullan af blómum og
rottueitur, og var með lykil að bakdyrunum. Við fórum gegnum
búningsherbergi prestsins og inn í kórinn. Að innan var kirkjan
klædd vandaðri eik og einungis búin stólum, bekkjum, orgeli og
prédikunarstól, látlaust altarið krýnt trékrossi; engar styttur, mál-