Skírnir - 01.09.1997, Blaðsíða 47
SKÍRNIR
DÝRLINGUR OKKAR ALLRA
321
Ljóðmál Heines er einfalt og skýrt, eins og áður segir, en það
er fremur einhæft. Þetta á við um orðalag og þó einkum um mótíf
en sum þeirra eru mjög þrálát í kvæðum hans og flest eru þau úr
margnotuðu vopnabúri rómantíkurinnar: Nachtigall, Nachtigal-
lengesang, Mondglanz, Sonnengold, Rose, Lilje, Veilchen,
Traum, Herz, Schmerz, Tránen, Grab o.s.frv. Og ennfremur sí-
felldar smækkunarendingar: Liebchen, Áugelein, Wángelein,
Mundchen, Köpfchen, Herzchen, Blumelein, Vöglein, Táubchen,
Engelein. Sumt af þessu birtist æ og aftur, jafnvel í einu og sama
kvæðinu, og nálgast stundum síbylju. Þess ber þó vissulega að
geta að stundum er Heine að skopast að rómantíkinni með þessu
orðalagi en það dregur ekki úr einhæfninni.
Yrkisefnin í kvæðum Heines sem heilla íslenska þýðendur eru
í fyrsta lagi ástartjáningar ýmiskonar, þar á meðal ástarsorg,
kvartanir og nöldur í garð kvenna sem gjarnan eru sagðar óstöð-
uglyndar og sviksamar; en ljóðmælandi Heines er einnig fjöllynd-
ur í meira lagi eins og skáldið var víst sjálft í raunveruleikanum.
Sum þessara kvæða eru krydduð kímni og kaldhæðni en önnur
tjá einlægan ástarhug.
I öðru lagi hafa verið þýdd kvæði með ævintýrablæ eða róm-
antískum drunga og dularblæ, enda eru þau líka vinsæl meðal les-
enda, svo sem „Loreley", „Álfareiðin", „Don Ramiro“, „Donna
Clara“ og kvæði um drauga og afturgöngur. Kannski mega „Die
Grenadiere" teljast með í þessum hópi. Ekki eru allir á einu máli
um hvað valdi vinsældum þessa kvæðis sem Heine orti 19 ára
gamall. Alexander Jóhannesson segir að Heine takist þarna „að
varpa ævarandi ljóma á hin hryggilegustu örlög, er sögur fara
af“.10 Hætt er við að mörgum þyki þetta ýkjukennd fullyrðing.
Bárbel Dymke telur líklegt að „tryggð sú og ást í garð hins
fangna keisara“ sem kvæðið lýsir hafi hrært svo marga íslenska
þýðendur til starfa og valdið vinsældum kvæðisins á íslandi."
Þetta hygg ég að sé ofmælt og að öllum líkindum rangt. Ekki er
líklegt að íslenskir lesendur hafi ýkja mikla samúð með þessum
10 Ljóð eftir Heine, bls. XXI.
11 Barbel Dymke: Heinrich Heine in der isldndischen Literatur. Doktorsritgerð
1972, fjölrit, bls. 116.